Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Kynning á helstu áhersluatriðum í yfirstandandi samningaviðræðum við Sjúkratryggingar íslands
Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) mætti á fundinn og fór yfir helstu áhersluatriði í yfirstandandi samningaviðræðum SFV við Sjúkratrygginar, með sérstaka áherslu á þau atriði sem ættu að bæta rekstrargrundvöll Höfða.
Stjórn þakkar Sigurjóni fyrir góða yfirferð.
2. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir 2 einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 12.11.2025:
Hjúkrunarrými: 57 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 49 einstaklingar.
3. Fjárhagsáætlun 2026, seinni umræða
Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrartekjur Höfða nemi 1.772,2 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta nemi 1.834.7 m.kr. Afskriftir nema 30,5 m.kr. og fjármagnsliðir nema nettó 3,8 m.kr. Tap af rekstri nemur 56 m.kr. Handbært fé til rekstrar nemur 9,8 m.kr. og fjármögnunarhreyfingar nema nettó 41,8 m.kr. Lækkun á handbæru fé nemur 51,5 m.kr. og handbært fé í árslok er áætlað að verði 115 m.kr.
Fjárhagsáætlun 2026 lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.
4. Fjárhagsáætlun 2027-2029, seinni umræða
Lögð fram til seinni umræðu og samþykkt.
5. Fundargerðir undirbúningsnefndar um stækkun Höfða
Lagðar fram.
6. Gjaldskrá Höfðasalar
Framkvæmdastjóri fór yfir tillögu að gjaldskrá.
Málinu frestað. Framkvæmdastjóra falið að útfæra reglur samhliða uppfærslu á gjaldskrá Höfðasalar og leggja aftur fyrir stjórn.
7. Starfsmannamál
a. Jólagjöfin 2025.
Framkvæmdastjóri kynnti helstu hugmyndir að jólagjöf fyrir starfsfólk í ár.
b. Ráðning verkefnastjóra mannauðsmála.
Framkvæmdastjóri lagði fram eftirfarandi kynningu:
„Kristín Björg Jónsdóttir hefur verið ráðin í tímabundið starf verkefnastjóra mannauðsmála hjá Höfða. Kristín er með meistaragráðu í félags- og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands og hefur yfir áratugsreynslu af ráðgjöf og stjórnunarstörfum innan velferðarkerfisins. Kristín starfaði í tíu ár sem ráðgjafi hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði og hefur síðustu ár gegnt stjórnunarstöðum hjá Akraneskaupstað, fyrst sem deildarstjóri og síðar sem forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu. Það er svo góður bónus að hún hefur starfað í þrjú sumur í afleysingum á Höfða, en hún minnist þeirra tíma með mikilli hlýju.
Í gegnum störf sín hefur Kristín öðlast víðtæka reynslu af mannauðsmálum, skipulagi þjónustu og teymisvinnu. Hún er þekkt fyrir skipulagshæfni, góða samskiptakunnáttu og sterka innsýn í málefni starfsfólks og þjónustu við viðkvæma hópa.“
c. Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
8. Önnur mál
a. Þróun launakostnaðar Höfða
Framkvæmdastjóri fór yfir yfirlit yfir þróun launakostnaðar á tímabilinu janúar 2024 til október 2025.
Lagt fram.
b. Næsti fundur stjórnar
Lagt er til að næsti stjórnarfundur verði 15. desember 2025 kl. 16:30.
Samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.





