Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Gott að eldast verkefnið: Stofnun MÓMA teymis
Líf Lárusdóttir, verkefnastjóri Gott að eldast – SSV, mætti á fundinn og kynnti fyrirhugaða stofnun Móttöku- og matsteymis (MÓMA teymi), ásamt því að fara yfir næstu skref í Gott að eldast verkefninu á vesturlandi.
Stjórn þakkar Líf fyrir góða og skilmerkilega yfirferð yfir verkefnið.
2. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir 10 einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 11.08.2025:
Hjúkrunarrými: 62 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 50 einstaklingar.
3. Kostnaðaruppgjör við eigendur Höfða vegna framkvæmda við fasteign
Framkvæmdum er nú lokið við endurnýjun 1. áfanga fasteignar Höfða sem og endurnýjun þak- og útveggjaklæðninga. Lagt var fram kostnaðaruppgjör við eigendur Höfða vegna framkvæmdanna.
Framkvæmdastjóra falið að senda uppgjör á eigendur þar sem óskað er eftir að þeir greiði eftirstöðvar.
4. Rekstraryfirlit 1. janúar – 30. júlí 2025
Framkvæmdastjóri fór yfir framlagt rekstraryfirlit.
5. Viðauki 2 árið 2025: Leiðrétting fyrri ára á greiðslum í sjúkrasjóð VLFA
Gera þarf upp vangreidd gjöld í sjúkrasjóð Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) fjögur ár aftur í tímann. Ástæðan er sú að upplýsingar um hækkun framlags úr 0,6% í 1,25% sem samþykkt var 18. mars 2020 af samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Ísland, skiluðu sér ekki til Höfða.
Samþykktur er viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2025 vegna framangreinds, samtals að fjárhæð kr. 10.930.454 sem færðar verða á deild 02160-1845 og mætt með handbæru fé.
Framkvæmdastjóra falið að senda inn erindi varðandi samþykkt viðaukans til bæjarráðs Akraneskaupstaðar.
6. Tillaga um aðgerðir til að auka gæði og skilvirkni í mannauðsmálum
Framkvæmdastjóri fór yfir greiningu á stöðunni í dag og tillögur um aðgerðir til að auka gæði og skilvirkni í mannauðsmálum.
Samþykkt er að ráða tímabundið í allt að 100% stöðugildi á skrifstofu m.a. í mannauðstengd verkefni skv. minnisblaði.
7. Staða samningaviðræðna við Sjúkratryggingar Íslands
Lögð fram sameiginleg yfirlýsing Sjúkratrygginga Íslands, Samtaka fyrirtækja velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þjónustusamninga um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila.
8. Staða viðræðna um stækkun Höfða
Farið yfir nýjustu samskipti við Félags- og húsnæðismálaráðuneytið vegna viðræðna um stækkun Höfða.
9. Breytingar á verklagi varðandi meðferð persónuupplýsinga
Framkvæmdasjóri fór yfir breytingar sem búið er að innleiða til að tryggja betur örugga meðferð persónuupplýsinga.
10. Beiðni bæjarráðs Akraneskaupstaðar um umsögn um erindi vegna Árnahúss
Stjórn Höfða er sammála um að framtíðarmöguleikar á stækkun hjúkrunarheimilisins séu á því svæði sem Árnahús og hlaðan standa í dag og leggst gegn því að húsin séu gerð upp á núverandi stað. Stjórn Höfða vill jafnframt benda á þá fokhættu sem stafar af húsunum vegna lélegs ástands þeirra og leggur til að húsin verði fjarlægð við fyrsta tækifæri.
11. Starfsmannamál
a. Farið yfir ráðningu deildarstjóra iðjuþjálfunar. Unnur María Þorvarðardóttir var ráðin og mun hefja störf 1. september 2025.
b. Starfsmannafundur 2. september 2025.
12. Önnur mál
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:21