Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis
1. Ársreikningur 2024
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra.
Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Höfða 1.641,7 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta námu 1.644,3 mkr. Afskriftir námu 30 mkr. og fjármagnsliðir nettó 18,9 mkr. Gjaldfærsla vegna meiriháttar viðhalds fasteignar nam 129,3 mkr. og tekjufærsla á móti upp á 113,9 mkr. Önnur gjaldfærsla undir öðrum liðum nam 32,3 mkr. Rekstrarafkoma ársins er neikvæð um 61,3 mkr.
Handbært fé lækkar um 7 mkr. og nam 97,9 mkr. í árslok 2024.
Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.
2. Endurskoðunarskýrsla 2024
Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir skýrsluna. Stjórn þakkar Jóhanni fyrir yfirferð á skýrslunni.
Lögð fram.
3. Yfirferð á verkinu endurnýjun þak- og veggjaklæðninga
Anna Einarsdóttir byggingastjóri og Björn Kjartansson formaður framkvæmdanefndar fóru yfir verkið.
4. Afskrift viðskiptakrafna
Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu framkvæmdastjóra um afskriftir viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 36.000.
5. Samningsumboð vegna þjónustusamninga hjúkrunarheimila
Lagt fram.
6. Erindi frá ráðherranefnd um öldrunarþjónustu
Lagt fram ásamt svari framkvæmdastjóra.
7. Niðurstöðuskýrsla viðhaldsúttektar og launagreiningar jafnlauakerfis
Lögð fram.
8. Úrskurður kærunefndar jafnréttismála
Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála braut Höfði ekki gegn lögum nr.150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, við ráðningu í starf hjúkrunardeildarstjóra.
9.Fundargerðir Framkvæmdanefndar Höfða frá 27.03.2025
Lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:48.