Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

161. fundur 05. maí 2025 kl. 16:30 - 18:11 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Elsa Lára Arnardóttir
  • Helgi Pétur Ottesen aðalmaður
  • Bragi Benteinsson fulltrúi starfsfólks
Starfsmenn
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri

1. Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir tvo einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

Staða á biðlistum 23.04.2025:
Hjúkrunarrými: 60 einstaklingar.
Hvíldarinnlagnir: 48 einstaklingar.

2. Rekstraryfirlit 1. janúar – 31. mars 2025
Framkvæmdastjóri fór yfir framlagt rekstraryfirlit.

Lagt fram.

3. Útboð á akstri
Framkvæmdastjóri fór yfir drög að útboðsgögnum og kostnaðaráætlun við þjónustuna.

Lagt fram.

4. Beiðni um nýja uppþvottavél fyrir eldhús
Lagt er til að keypt verði ný uppþvottavél fyrir eldhús Höfða að fjárhæð 3.143.562 kr. með vsk.

Samþykktur er viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025 vegna framangreinds, samtals að fjárhæð kr. 3.200.000 sem færðar verða á deild 07200-4670 og mætt með handbæru fé.

5. Biðrými verða að hjúkrunarrýmum
Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að breyta skilgreiningu þeirra fimm biðrýma sem rekin hafa verið á Höfða í varanleg hjúkrunarrými.

Erindi frá Heilbrigðisráðuneytinu lagt fram.

6. Aðalfundur Höfða 2025
Lagt er til að aðalfundur verði haldinn í Höfðasal 19. Maí 2025 kl. 16:30.

Samþykkt.

7. Starfsmannamál
a. Ráðning Þorbjargar Sigurðardóttur sem hjúkrunarforstjóra tímabilið 1. júní 2025 til 31. maí 2026. Minnisblað framkvæmdastjóra lagt fram.
Stjórn staðfestir fyrri samþykkt á ráðningu Þorbjargar.
b. Trúnaðarmál.
Afgreiðsla trúnaðarmál.
c. Reglur um launalaust leyfi.
Framkvæmdastjóri falið að endurskoða núverandi reglur og koma með drög að uppfærðum reglum aftur fyrir stjórn í haust.

8. Önnur mál

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:11

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00