Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

139. fundur 24. ágúst 2023 kl. 16:30 - 18:47 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Elsa Lára Arnardóttir
  • Helgi Pétur Ottesen
  • Aldís Þorbjörnsdóttir fulltrúi starfsmanna
Starfsmenn
  • Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri
  • Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
Fundargerð ritaði: Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

1.  Vistunarmál
Staðfest vistun fyrir átta einstaklinga, sjá trúnaðarbók.
Staða á biðlistum 17.8.2023:
Hjúkrunarrými: 26 einstaklingar.
Dvalarrými: 13 einstaklingar (dvalarrými ekki lengur í rekstri á Höfða).
Hvíldarinnlagnir: 35 einstaklingar.

2.  Rekstraryfirlit 1. janúar til 30. júní 2023
Framkvæmdastjóri fór yfir framlagt rekstraryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

3.  Fjölgun hjúkrunarrýma á Höfða
Lagt fram samkomulag við Sjúkratryggingar Íslands(SÍ) um rekstur á 70 almennum hjúkrunarrýmum og því til viðbótar 5 biðhjúkrunarrýmum til 31.12.2024.
Eftir þessa breytingu verða engin dvalarrými á Höfða.
Stjórn Höfða staðfestir samkomulagi við SÍ.

4. Tillaga að nýju vaktaskipulagi á Höfða
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að nýju vaktaskipulagi á Höfða í tengslum við breytingu á samsetningu á rýmum á Höfða. Við breytinguna fjölgar íbúum á Höfða úr 74 í 75.
Stjórn Höfða samþykkir framkomna tillögu sem gerir ráð fyrir að nýtt vaktaskipulag taki gildi þann 17.9.2023. Fjármögnun vegna kostnaðarauka á árinu 2023 er vísað til gerðar viðauka 1 við fjárhagsáætlun Höfða sem verður lagður fyrir stjórn á næsta fundi.

5.  Samkomulag vegna framlags úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2023
Jákvætt svar kom við umsókn Höfða um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna endurnýjunar á þak- og veggklæðningar í 2. áfanga Höfða, auk endurnýjunar á þakkanti og flatra þaka í 1. áfanga Höfða.
Stjórn Höfða staðfestir samkomulagið.

6.  Fundargerðir framkvæmdanefndar, dags. 21.4., 12.06. og 21.6.2023
Lagðar fram.

7.  Hönnunarsamningur vegna endurnýjunar á þak- og veggjaklæðningu
Stjórn Höfða staðfestir samning við Markstofu ehf. og GM-teiknistofu sf. um hönnun, gerð útboðsgagna og umsjón með útboði í endurnýjun á þak- og veggjaklæðningu, auk endurnýjunar á þakkanti og flatra þaka í 1. áfanga Höfða.

8.  Samningur um byggingarstjórn og framkvæmdaeftirlit vegna endurnýjunar á þak- og veggjaklæðningu
Stjórn Höfða staðfestir samning við SHP ráðgjöf ehf. í byggingarstjórn og framkvæmdaeftirlit í endurnýjun á þak- og veggjaklæðningu, auk endurnýjunar á þakkanti og flatra þaka í 1. áfanga Höfða.

9.  Loftræsikerfi í þakrými 2.áfanga Höfða
Samkvæmt stöðumati þjónustuaðila loftræsikerfa á Höfða er loftræsisamstæða í þakrými á síðustu metrum líftíma síns. Samstæðan var tekin í notkun árið 1992 og hefur ítrekað verið að bila.
Ákveðin samlegðaráhrif nást með því að endurnýja samstæðuna um leið og þakklæðning verður endurnýjuð þar sem rjúfa þarf þak til að koma nýrri samstæðu fyrir.
Stjórn Höfða samþykkir að fara í endurnýjun á loftræsisamstæðu samhliða því að endurnýja þakklæðningu og felur Framkvæmdanefnd Höfða framgang verksins.

10.  Eldvarnaúttekt-skýrsla Mannvits dags. 2.6.2023
Lögð fram.
Stjórn Höfða felur Framkvæmdanefnd Höfða að greina og leggja fram forgangslista yfir fyrstu aðgerðir að bættum brunavörnum í kjallara Höfða.

11.  Erindi frá árshátíðarnefnd Höfða dags. 3.8.2023
Stjórn Höfða samþykkir styrk vegna árshátíðar Höfða 2023 að fjárhæð kr.700.000. Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum „1975 Starfsmannafagnaðir“.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:47

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00