Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

95. fundur 03. apríl 2019 kl. 16:30 - 18:00 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Elsa Lára Arnardóttir formaður, Kristjana Helga Ólafsdóttir varaformaður, Björn Guðmundsson, Helgi Pétur Ottesen, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Þura B. Hreinsdóttir starfandi hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri.

Fyrir var tekið:  

1.  Ársreikningur 2018

Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Álit ehf. fór yfir ársreikninginn ásamt framkvæmdastjóra. Samkvæmt ársreikningi námu rekstrartekjur Höfða 966 mkr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta námu 934,3 mkr.  Afskriftir námu 26,9 mkr. og fjármagnsliðir nettó 15,9 mkr.  Rekstrartap ársins fyrir óreglulega liði nam 11,1 mkr. Óreglulegar tekjur námu 16,3 mkr. vegna launabóta fyrra árs. Rekstrarafkoma ársins er jákvæð um 5,2 mkr. Handbært fé hækkar um 53,6 mkr. og nam 177,7 mkr. í árslok 2018. Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta ársreikninginn með undirskrift sinni.

2.  Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir mars 2019.

3.  Bréf heilbrigðisráðuneytis dags. 19.3.2019

Svar heilbrigðisráðuneytisins á beiðni Höfða um fjölgun dagdvalarrýma og breytingu á almennum dagdvalarrýmum í sérhæfð dagdvalarrými fyrir fólk með heilabilun. Stjórn Höfða fagnar ákvörðun ráðherra um að fjölga almennum dagdvalarrýma um fimm talsins en þykir miður að ráðherra hafi ekki getað orðið við beiðni Höfða um breytingu á almennum dagdvalarrýmum í sérhæfð dagdvalarrými.

4.  Önnur mál

a) Ársskýrsla SFV fyrir starfsárið 2018-2019

Lögð fram.

 b) Ályktun aðalfundur SFV varðandi endurnýjun á rammasamningi um rekstur hjúkrunarheimila

Stjórn Höfða tekur undir ályktun aðalfundar SFV og skorar á heilbrigðisráðherra að hlutast til um að nú verði settur fullur kraftur í samningaviðræður á milli Sjúkratrygginga Íslands og öldrunarstofnana um endurnýjun á rammasamningi.

Fleira ekki gert.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00