Fara í efni  

Stjórn Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

82. fundur 14. maí 2018 kl. 16:30 - 18:00 Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili

Fundinn sátu: Kristjana Helga Ólafsdóttir formaður, Hörður Helgason varaformaður, Kristján Sveinsson, Margrét Magnúsdóttir, Guðmunda Maríasdóttir fulltrúi starfsmanna, Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Fyrir var tekið:  

1.  Endurskoðunarskýrsla 2017

Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarstofunni Áliti ehf. fór yfir skýrsluna.

2.  Vistunarmál

Samþykkt vistun fyrir þrjá einstaklinga, sjá trúnaðarbók.

3.  Viðburðaryfirlit

Lagt fram viðburðaryfirlit fyrir tímabilið 12. apríl til 13. maí 2018.

4.  Fjárhagsáætlun 2018 – viðauki

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2018 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra.

Stjórn Höfða samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2018.

5.  Verklagsreglur um launalaust leyfi

Hjúkrunarforstjóri fór yfir tillögu að verklagsreglum um launalaust leyfi á Höfða.

Stjórn Höfða samþykkir framlagða tillögu að verklagsreglum.

6.  Viðverustefna Höfða

Hjúkrunarforstjóri fór yfir tillögu að viðverustefnu fyrir Höfða.

Stjórn Höfða samþykkir framlagða stefnu.

7.  Ársskýrsla SFV

Ársskýrsla Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu fyrir starfsárið 2017-2018.

Lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00