Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

22. fundur 22. júní 2004 kl. 09:30 - 10:50

22. fundur stjórnar Grundartangahafnar var haldinn í aðstöðu hafnarinnar að Grundartanga, þriðjudaginn 22. júní 2004 og hófst hann kl. 09:30.


Mættir voru:        Gunnar Sigurðsson,

                          Sigurður Sverrir Jónsson,

                          Sigurður Valgeirsson,

                          Ásbjörn Sigurgeirsson,

                          Guðni Tryggvason.

Áheyrnarfulltrúi:   Helgi Þórhallsson.

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, staðgengill hafnarstjóra og Guðmundur Eiríksson.


 Dagskrá:

 

1. Bréf samgönguráðuneytis, dags. 21.5.2004, varðandi endurskoðun hafnarreglugerða í ljósi nýrra hafnalaga nr. 61/2003.

Samþykkt að vísa málinu til vinnslu hjá undirbúningsnefnd sem vinnur að sameiningu hafnarinnar í nýtt hafnasamlag.

 

2. Gjaldskrármál.

Samþykkt að hækka núverandi gjaldskrá um 3% frá 1. júlí 2004.

 

3. Bréf Siglingastofnunar, dags. 4.6.2004, varðandi framkvæmd úttekta á Akranes- og Grundartangahöfn fyrir 1. júlí nema til staðar séu þær verndarráðstafanir og verndarbúnaður sem um getur í verndaráætlun hafnarinnar fyrir 14. júní 2004.

Guðmundur fór yfir málið og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda varðandi uppsetningu verndarbúnaðar.  Ljóst er að þeim framkvæmdum verður ekki lokið fyrir 1. júlí n.k. en nú þegar hefur verið gerð sérstök verndaráætlun sem Siglingastofnun hefur samþykkt.  Guðmundi falið að vinna áfram að framkvæmd málsins.

 

4. Samningar við Klafa um hafnarvernd,  Björgun hf. um dælingu á jarðvegsefnum og Norðurál um grjótfyllingar.

Gert var grein fyrir samningunum.  Hafnarstjóra heimiluð undirritun þeirra.

 

5. Punktar Guðmundar Eiríkssonar, dags. 18.6.2004, um stöðu mála á Grundartanga.

Guðmundur gerði nánar grein fyrir framkvæmdum sem í gangi eru við höfnina:  Skipulagsmálum, sanddælingu, grjótfyllgingu, tjóni á hafnargarðinum, hafnarvernd, viðhaldi og kaupum á búnaði.

 

6. Bréf fjármálastjóra Akraneskaupstaðar, dags. 18.5.2004, varðandi endurkröfu virðisaukaskatts í bókhaldi Grundartangahafnar.

Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

7. Bréf Fasteignamiðstöðvarinnar, dags. 3.1.2004, varðandi jörðina Fellsenda í Skilmannahreppi.

Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

8. Aðalskipulag Skilmannahrepps ? Bréf Landlína, landslagshönnun & skipulag, dags. 25.5.2004.

Lagt fram.

 

9. Bréf Sögufélags Borgarfjarðar, dags. 30.4.2004, þar sem sótt er um styrk í tilefni 40 ára afmæli félagsins.

Erindið samþykkt.

 

10. Bréf Kátir voru karlar ehf., dags. 7.6.2004, þar sem óskað er samvinnu um ritun sögulegs þáttar um Grundartangahöfn og flutningastarfsemi á Grundartanga.

Hafnarstjóra falið að afgreiða málið.

 

11. Bréf Þorgeirs & Helga hf., dags. 16.6.2004, þar sem sótt er um aðstöðu fyrir steypustöð á lóð í eigu Grundartangahafnar.

Guðmundi falið að skoða málið nánar.

 

12. Búnaður vegna öryggismála.

Guðmundur gerði grein fyrir búnaðarþörf vegna öryggismála.  Áætlaður kostnaður til viðbótar áður áætlaðri upphæð er um 2 milljónir króna sbr. samning við Öryggismiðstöð Íslands hf. ásamt samningi við Hafnarbakka.  Guðmundi heimilað að ganga frá undirritun samninga.

 

12. Önnur mál.

Rætt um skógrækt í Klafastaðalandi, þörf fyrir grisjun.

Ákveðið að fá skógræktarfélagið til að leggja mat á málið.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00