Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

11. fundur 10. mars 2003 kl. 16:00 - 17:30

11. fundur.  Ár 2003, mánud. 10. mars, kom stjórn Grundartanga-hafnar saman til fundar í fundarherbergi í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18, Akranesi og hófst fundurinn kl. 16:00.

_______________________________________________________________

Mættir voru: Sigurður Sverrir Jónsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Valgeirsson,
 Guðni Tryggvason,
 Ásbjörn Sigurgeirsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri.

_______________________________________________________________

Fyrir tekið:

1. Kosning formanns og varaformanns.
Guðni Tryggvason gerði tillögu um að Gunnar Sigurðsson yrði formaður, en Sigurður Valgeirsson gerði tillögu um Sigurð Sverri Jónsson.  Gengið var til atkvæða um tillöguna og fékk Gunnar 3 atkvæði en Sverrir 2 atkvæði og var Gunnar því rétt kjörinn formaður og tók hann við stjórn fundarins.

Gunnar gerði tillögu um að Guðni Tryggvason yrði varaformaður og Sigurður Valgeirsson gerði tillögu um Sigurð Sverri Jónsson.  Gengið var til atkvæða um tillögurnar og fékk Guðni 3 atkvæði en Sverrir 2 atkvæði og er Guðni því rétt kjörinn varaformaður.

 

2. Bréf Héraðsnefndar Mýrasýslu, dags. 24.1.2003, varðandi tilnefningu í stjórn Grundartangahafnar.
Lagt fram.

 

3. Fundargerð frá sameiginlegum fundi fulltrúa Héraðsnefndar Mýrasýslu og Héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu, dags. 21.1.2003, um tilnefningu stjórnarmanna í Grundartangahöfn.
Lagt fram.

 

4. Samningar og gögn varðandi Grundartangahöfn.
Hafnarstjóri lagði fram ýmis gögn og samninga varðandi rekstur Grundartangahafnar.

 

5. Viðhaldsáætlun fyrir höfnina.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að hann hafi fengið Lárus Ársælsson hjá Hönnun hf. til að gera samantekt um helstu viðhaldsverkefni við höfnina og kostnað við þau.  Lárus mun vinna í verkið í samráði við Guðmund Eiríksson hjá Klafa.  Hafnarstjórn samþykkir að fela Klafa að afla verðtilboðs í lagfæringu á stálþili.  Ákveðið að halda næsta fund inn á Grundartanga og skoða þá aðstæður.

 

6. Drög að samkomulagi við Norðurál hf. vegna stækkunar álversins.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum samkomulagsins og var það samþykkt og hafnarstjóra falið að undirrita það.

 

7. Stækkun Grundartangahafnar ? fjárhagsspá.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fundi hans og Guðmundar Eiríkssonar með fulltrúum Siglingastofnunar.  Fór hann yfir helstu stærðir sem ræddar eru í þessu efni bæði varðandi stærð skipa og lengdir kanta.  Mun Siglingastofnun leggja fram hönnunarforsendur fyrir stækkun hafnarinnar.  Gunnar spurðist fyrir um skipulagsmál á svæðinu og óskaði eftir minnisblaði þar að lútandi.  Hafnarstjóri fór yfir stöðu málsins og verður minnisblað lagt fram á næsta fundi.  Þá greindi hafnarstjóri frá því að hann hafi fengið Jóhann Þórðarson til að yfirfara þau gögn sem til eru varðandi arðsemi stækkunar hafnarinnar.

 

8. Bréf Íslenska járnblendifélagsins hf., dags. 15.1.2003, varðandi vatnsnotkun Grundartangahafnar.
Hafnarstjóra falið að ganga til viðræðna við bréfritara. 


9. Bréf Siglingastofnunar, dags. 12.2.2003, varðandi hafnarverði og hafnsögumenn.
Lagt fram.

 

10. Bréf Þorgeirs og Helga hf., dags. 6.3.2003, þar sem sótt er um að fá á leigu svæði við Grundartangahöfn undir væntanlega starfsemi fyrirtækisins.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara.

 

11. Önnur mál.
Rætt var um eignarhald á Klafastöðum og var ákveðið að kanna hvort Guðmundur Sigvaldson væri reiðubúinn að koma á fund stjórnarinnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00