Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

6. fundur 10. september 2002 kl. 11:00 - 13:00

6. fundur.  Ár 2002, þriðjud. 10. september, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar í fundarsal í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18 og hófst fundurinn kl. 11:00.

Mættir voru: Sturlaugur Haraldsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Sverrir Jónsson,
 Sigurður Valgeirsson.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.

Fyrir tekið:

1. Tilnefning í stjórn og verkaskipting stjórnar.  Afrit bréfs formanns héraðsnefndar Mýrasýslu, dags. 26.8.2002, afrit bréfs formanns héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu, dags. 28.8.2002 og samkomulagi milli héraðsnefnda Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu dags. 4. september 2002.
Erindin lögð fram.  Í ljósi fyrirliggjandi stöðu er ljóst að ekki er samkomulag um kosningu fomannsstjórnar.  Því er stjórnin sammála um að hafnarstjóri stýri fundum stjórnarinnar og verði talsmaður hennar þar til niðurstaða fæst í deilu héraðsnefnda Mýra- og Borgarfjarðarsýslu um eignarhald að höfninni.  Samþykkt er að senda þeim fulltrúum sem héraðsnefndirnar tilnefndu í stjórn fundargerðir stjórnar.

2. Ársreikningur Grundartangahafnar fyrir árið 2001.
Stjórnin samþykkir ársreikninginn.

3. Skipulagsmál.
Hafnarstjóra falið að taka upp viðræður við oddvita Skilmannahrepps og Hvalfjarðarstradarhrepps um nauðsynlegar agerðir í skipulagsmálum, en stefnt verði að því að fá þá síðan á fund stjórnarinnar.

4. Undirbúningur stækkunar Grundartangahafnar.
Fyrir liggur rannsókn á jarðlögum og Siglingastofnun hefur haft á höndum ákveðinn undirbúning.  Ljost er að breyta þarf deiliskipulagi hafnarinnar vegna stækkunarinnar og umhverfismat þarf að fara fram vegna hennar.  Hafnarstjóra falið að halda áfram undirbúningi málsins.

5. Fundargerðir.
Farið var yfir fundargerð fulltrúaráðsfundar (aðalfundar) og samþykkt að senda fundargerðina út með smávægilegum lagfæringum.  Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt og undirrituð.

6. Lóðamál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

7. Hafnarsambandsþing 10. og 11. október n.k.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

8. Bókhaldsmál og fjárreiður.
Klafi mun taka við bókhaldi og fjárreiðum hafnarinnar á næstu dögum.  Hafnarstjóri gerðir grein fyrir málinu.

 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00