Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

46. fundur 16. ágúst 2006 kl. 20:00 - 23:00

Ár 2006, miðvikudaginn 16.ágúst kl.20:00 kom stjórn Byggðasafnsins að Görðum saman til fundar í Garðakaffi.


 

Til fundarins komu:                    Björn Elísson

                                                Ragna Kristmundsdóttir

                                                Ásgeir Hlinason

                                                Guðni Tryggvason

                                               

Auk þeirra Jón Allansson og Karen Jónsdóttir.


 

Þetta gerðist á fundinum:

 

  1. Lagt fram bréf frá Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit um kosningu í stjórn Byggðasafnsins að Görðum.

 

  1. Kosning ritara og varaformanns.  Guðni Tryggvason var kosinn ritari en kosningu varaformanns var frestað til næsta fundar.

 

 

  1. Kynning á starfsemi safnsins.  Jón Allansson, forstöðumaður fór yfir starfsemi og rekstur safnsins

 

  1. Önnur mál.  a) Guðni lagði til við stjórn að safnið setji fram metnaðarfulla framtíðarsýn næstu 4 árin svo að hægt sé að sækja fjármagn í ljósi þessa.  Haldinn verði sérstakur fundur með starfsfólki til að marka þessa sýn.  Málið rætt og jákvætt tekið í bókunina.

 

 

b)  Undirritaður gerir það að tillögu sinni að stjórn safnsins feli framkvæmdastjóra að senda inn erindi til bæjarráðs þess efnis að kostnaður sem fellur til vegna hugbúnaðarhýsingar og launakerfisþjónustu verði meðhöndlaður á sama hátt og með sama sniði og hjá Dvalarheimilinu Höfða þannig að jafnræðis sé gætt milli stofnana.

Sign. Guðni Tryggvason

     

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.23:00

 

Guðni Tryggvason (sign)

Ragna Kristmundsdóttir (sign)

                                      Björn Elíson (sign)

Ásgeir Hlinason (sign)

Jón Allansson (sign

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00