Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

44. fundur 27. apríl 2006 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2006, fimmtudaginn 27. apríl kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Garðakaffi á Safnasvæðinu.


 

Til fundarins komu:                  Sveinn Kristinsson,

                                              Jósef H. Þorgeirsson,

                                              Jón Gunnlaugsson,

                                              Valdimar Þorvaldsson,

                                              Ása Helgadóttir,

                                              Jóna Adolfsdóttir,

                                              Sverrir Jónsson,

                                              Marteinn Njálsson.

 

Auk þeirra sat Jón Allansson fundinn.


 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1.  Ársreikningur fyrir árið 2005.

Forstöðumaður fór lauslega yfir ársreikninginn í forföllum endurskoðanda.  Reikningarnir ræddir og samþykktir af stjórn fyrir sitt leyti.

 

2.  Ársskýrsla fyrir sl. ár.

Jón Allansson, forstöðumaður lagði fram og gerði grein fyrir ársskrýrslu fyrir árið 2005.

 

3.  Kútter Sigurfari.

Lagðar fram hugmyndir eftir Jón Nordstein, arkitekt um byggingu bátahúss yfir kútter Sigurfara,  Formanni og forstöðumanni ásamt tæknimanni falið að vinna áfram að málinu.

 

4.  Steinaríkið.

Lagt fram bréf frá lögfræðingi, dags. 10. apríl 2006, sem er krafa frá fyrri eigendum Steinaríkis að fjárhæð kr. 80.000.-

Forstöðumanni falið að ráða lögmann til að halda uppi vörnum í málinu og sókn vegna krafna safnins á hendur fyrri eiganda.

 

5.  Lagt fram bréf Ingibjargar Gestsdóttur, dags. 13. apríl sl.

Formanni og forstöðumanni falið að vinna í málinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Jósef H. Þorgeirsson (sign)

Jón Gunnlaugsson (sign)

Marteinn Njálsson (sign)    

Jóna Adolfsdóttir (sign)

Valdimar Þorvaldsson (sign)                 

Ása Helgadóttir (sign)

Sveinn Kristinsson (sign)    

Sverrir Jónsson (sign)

Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00