Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

39. fundur 13. júní 2005 - 02:00

Ár 2005, mánudaginn 13. júní kom stjórn Byggðsafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.


Til fundarins komu:           Sveinn Kristinsson,

                                          Jósef H. Þorgeirsson,

                                          Jón Gunnlaugsson,

                                          Valdimar Þorvaldsson,

                                          Hallfreður Vilhjálmsson,

                                          Marteinn Njálsson,

                                          Sigurður Sverrir Jónsson,

                                          Jóna Adolfsdóttir,

                                          Ása Helgadóttir.

 

Auk þeirra sat Jón Allansson fundinn.

 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1.  Jón Allansson gerði grein fyrir safnamálum þar sem af er árinu. 

Framkvæmdum ársins í Stúkuhúsinu er lokið.  Miklar endurbætur hafa verið gerðar á lóð safnsins.  Framkvæmdir við Sæljónið er á lokastigi.  Skráðir hafa verið ca. 3000 munir í safninu, en þessi fjöldi er ca. helmingur muna safnsins.

Viðburðaveisla ársins er hafin.  Lokið er afhjúpun minnisvarða um Jón M. Guðjónsson og sjávarréttaveislan tókst mjög vel.

Sýningin í ?Í hlutanna eðli? var opnuð s.l. laugardag.  Síðan koma viðburðir hver af öðrum.

 

2.  Hinn 16. júní n.k. tekur safnið við rekstri Steinaríkis og Maríukaffis ásamt sölubúðinni.  Tekist hefur að manna í flestar stöður a.m.k. í sumar. 

 

3.  Rætt um hugsanlegar breytingar á innheimtu aðgangseyris. 

Samþykkt að aðgangseyrir í sumar verði kr. 500.- fyrir fullorðna og kr. 300.- fyrir eldri borgara og hópa.  Unglingar og börn að 16 ára aldri frá ókeypis inn.  Breytingin tekur gildi 16. júní n.k.

 

4.  Endurskoðun fjárhagsáætlunar.

Í framhaldi af breytingum á rekstri  er samþykkt að endurskoða fjárhagsáætlun og leggja fyrir næsta fund stjórnar, væntanlega í ágúst n.k.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Jósef H. Þorgeirsson (sign)

Hallfreður Vilhjálmsson (sign)

Sigurður Sverrir Jónsson (sign)

Marteinn Njálsson (sign)

Valdimar Þorvaldsson (sign)

Ása Helgadóttir (sign)

Jóna Adolfsdóttir (sign)

Jón Gunnlaugsson (sign)

Jón Allansson (sign)

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00