Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

32. fundur 18. júní 2004 kl. 11:56 - 13:00

Ár 2004, mánudaginn 14. júní kl. 20:00, kom stjórn Byggðarsafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum.


 

Til fundarins komu:     Jósef H. Þorgeirsson,

                                    Jóna Adolfsdóttir,

                                    Ása Helgadóttir,

                                    Jón Gunnlaugsson,

                                    Hallfreður Vilhjálmsson,

                                    Sveinn Kristinsson,

                                    Marteinn Njálsson,

                                    Sigurður Jónsson.

 

Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöuðumaður, fundinn.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Hugmynd Guðmundar Sigurðarsonar um byggingu landsnámsbæjar að Görðum. Jón gerð grein fyrir hugmyndum Guðmundar.

Málið ýtarlega rætt og er stjórnin meðmælt hugmyndum Guðmundar.

 

2. Greinargerð um hugmyndir Orra Harðarsonar um notkun stúkuhússins. Jón gerði grein fyrir hugmyndum Orra, sem vill nota húsið sem hljóðver.

Stjórnin telur hugmyndina áhugaverða en ákvörðun er frestað.

 

3. Safnastarfið 2004.

Jón greindi frá starfi safnanna það sem af er árinu. Frá áramótum til dagsins í dag hafa um 7000 gestir komið á söfnin.Geymsla er fengin í Shellhúsinu við Bárugötu. Sæljónið AK 24 hefur verið komið fyrir þar. Gamall brunnur að Görðum hefur verið gerður upp. Hlaðinn hefur verið grjótgarður við hlið bílastæðisins. Viðburaðveislan hefur fram að þessu gengið vel og um næstu helgi verður kleinukeppni.

 

4. Hugmyndir Vignis Jóhannssonar að framtíðarskipulagi safnasvæðisins að Görðum.

Stjórnin er mjög sammála hugmyndum Vignis um nýja aðkomu að safninu og að umferð um safnasvæðið verði í stórum dráttum frá austri til vesturs í framtíðinni í stað suðri til norðurs eins og nú er. Stjórnin telur að nauðsynlegt sé að vinna áfram að skipulagsmálum safnasvæðisins.

 

5. Stefnt er að því að halda næsta stjórnarfund um mánaðamótin ágúst/september nk.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)

Sveinn Kristinsson (sign)

Hallfreður Vilhjálmsson (sign)

Sverrir Jónsson (sign)

Marteinn Njálsson (sign)

Jóna Adolfsdóttir (sign)

Ása Helgadóttir (sign)

Jón Gunnlaugsson (sign)

Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00