Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

28. fundur 19. nóvember 2003 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2003, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.


Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Ása Helgadóttir,
 Jón Gunnlaugsson,
 Jóna Adolfsdóttir,
 Hallfreður Vilhjálmsson,
 Sigurður Sverrir Jónsson.


Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Fjárhagsáætlun 2004.

Jón Allansson gerði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.  Samkvæmt áætluninni eru tekjur safnsins áætlaðar kr. 30.245.000.- en gjöldin kr. 28.475.000.-
Samþykkt að mæla með samþykkt áætlunarinnar.

 

2. Geymslumál.

Safninu hefur verið sagt upp húsnæði að Vesturgötu 48b.  Nokkur hús eru í boði, m.a. Ægisbraut 27.  Stjórnin felur forstöðumanni að leita eftir samningum um leigu á Ægisbraut 27.

 

3. Kostnaðarskýrsla v. endurgerðar kútter Sigurfara.

Lögð fram skýrsla um kostnað við að endurgera kútter Sigurfara Gk 17, sem unnin er af fyrirtækinu Buchan, Hall & Mitchell, Fraserburgh, í Skotlandi.
Kostnaður er áætlaður kr. 44.428.208.-  Samþykkt að vísa málinu til Sigurfaranefndar.

 

4. Lögð fram greinargerð vegna markaðsstarfs á Safnasvæðinu 2003.

 

5. Lögð fram greinargerð frá forstöðumanni um fjölgun yfirvinnustunda úr 20 stundum í 40 stundir. 

Jón vék af fundi meðan málið var rætt.
Samþykkt að fela formanni að kanna málið og ræða við forstöðumanninn.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jón Gunnlaugsson (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Hallfreður Vilhjálmsson (sign)
 Sigurður Sverrir Jónsson (sign)
 Ása Helgadóttir (sign)
 Jóna Adolfsdóttir (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00