Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

22. fundur 13. nóvember 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.

________________________________________________________________

 

Til fundarins komu: Sveinn Kristinsson, Jósef H. Þorgeirsson, Ása Helgadóttir, Helgi Ómar Þorsteinsson, Guðlaugur I. Maríasson, Jóna Adolfsdóttir og Marteinn Njálsson.
 Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.

________________________________________________________________

 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1. Jón Allansson gerði grein fyrir tillögum um fjárhagsáætlun Byggðasafnsins fyrir árið 2003Áætlunin var rækilega rædd og samþykkt að mæla með henni til eignaraðila.

 

2. Aðsókn að safninu er góð og var orðin 12.650 manns 1. nóvember s.l.  Allt árið 2001 komu rúmlega 5000 gestir á safnasvæðið.

 

3. Launamál Guttorms Jónssonar.

Formaður upplýsti að starfskjaranefnd hafi hafnað beiðni Guttorms um bætt kjör. Stjórnin felur Jóni Allanssyni og Sveini Kristinssyni að vinna að málinu og stefna á viðunandi lausn.

 

4. Jón Allansson lagði fram endurskoðaða tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 og fór yfir einstaka liði.  Áætlunin þarf að hækka um kr. 1.506.000.-  Eignfærð fjárfesting þarf að hækka um kr. 2.944.000.-  Frá dregst kr. 435.000.-  Nettótap er kr. 2.509.000.-

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Marteinn Njálsson (sign)
 Jóna Adolfsdóttir (sign)
 Sveinn Kristinsson (sign)
 Ása Helgadóttir (sign)
 Helgi Ómar Þorsteinsson (sign)
 Guðlaugur I. Maríasson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00