Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

20. fundur 15. maí 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, miðvikudaginn 15. maí kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Rögnvaldur Einarsson, Gísli S. Sigurðsson, Jón Valgarðsson, Jón Þór Guðmundsson og Anton Ottesen.
Auk þeirra sat Jón Allansson forstöðumaður fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Jón greindi frá því að Íþróttasafnið verði opnað 23. maí n.k. kl. 15:00.  Málið rætt og formanni og forstöðumanni falið að ganga frá dagskrá.

2. Lagður fram kynningarbæklingur um safnasvæðið á Akranesi.

3. Írlandsstofa á Akranesi.

Lögð fram ljósrit af bréfum um málið frá bæjarritara, dags. 4. apríl 2002 og nefnd um Írska daga, dags. 2. mars 2002.

Málið rætt og er stjórnin velviljuð þessari hugmynd og leggur til að forstöðumaður, Jón Allansson verði skipaður í undirbúningsnefndina.

4. Rætt um aðkomu að safnasvæðinu að Görðum.

Formanni og forstöðumanni falið að ræða málið við bæjarstjóra.

5. Farið um Íþróttasafnið sem nú er unnið að að setja upp.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Gísli S. Sigurðsson (sign)
 Rögnvaldur Einarsson (sign)
 Anton Ottesen (sign)
 Jón Þór Guðmundsson (sign)
 Jón Valgarðsson (sign)
 Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00