Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

10. fundur 23. apríl 2001 kl. 20:00 - 22:00
Ár 2001, mánudaginn 23. apríl kl. 20:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.
 
Þessir komu til fundarins: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Gísli S. Sigurðsson, Jón Valgarðsson, Anton Ottesen, Jón Þór Guðmundsson, Steinunn Ása Björnsdóttir og Sigurður Valgeirsson.
 Auk þeirra sat Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn ásamt Jóhanni Þórðarsyni endurskoðanda.
 
Þetta gerðist á fundinum:
 
1. Jóhann endurskoðandi gerði grein fyrir reikningum safnsins fyrir árið 2000.
Að loknum nokkrum umræðum voru reikningarnir samþykktir samhljóða og voru undirritaðir.
 
2. Ársskýrsla fyrir árið 2000.
Jón Allansson gerði grein fyrir ársskýrslunni sem hann lagði fram.
 
3. Þorsteinn Þorleifsson kom á fundinn og lagði fram hugmyndir sínar um frágang á lofti veitingastofu í nýbyggingu safnsins. Ákveðið að stjórnin hittist í nýbyggingunni 1. maí n.k. kl. 20:30 og kanni aðstæður.
 
4. Jón Allansson lagði fram verkefnaáætlun fyrir árið 2001.
 
5. Rætt um bifreiðastæði við nýbyggingu. Samþykkt að leggja ca. 100m2 hellulögn framan  við safnið.
 
6. Lögð fram móttökukvittun um gjöf Ólafs Guðmundssonar en hann gefur Byggðasafninu mynt- og seðlasafn sitt til minningar um Bjarna Ólafsson skipstjóra, Ólaf B. Björnsson ritstjóra og Katrínu Oddsdóttur móður þeirra.
Stjórnin samþykkti að færa Ólafi Guðmundssyni alúðarþakkir fyrir höfðinglega gjöf og einstaka ræktarsemi.
 
 Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Valdimar Þorvaldsson (sign)
 Anton Ottesen (sign)
 Gísli S. Sigurðsson (sign)
 Jón Þór Guðmundsson (sign)
 Sigurður Valgeirsson (sign)
 Steinunn Ása Björnsdóttir (sign)
 Jón Allansson (sign)
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00