Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

3. fundur 20. mars 2000 kl. 20:30 - 22:00
Ár 2000, mánudaginn 20. mars kl. 20:30 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar á bæjarskrifstofunni Akranesi.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Gísli S. Sigurðsson, Jón Valgarðsson, Jón Þór Guðmundsson, Sigurður Valgeirsson, Rögnvaldur Einarsson og Anton Ottesen.


Auk þeirra sátu fundinn Jón Allansson og Björn S. Lárusson.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Farið yfir uppkast að samningum sem tengdir eru byggingu á nýju húsnæði við safnið í Görðum.

Stjórnin samþykkir fyrir sitt leyti eftirtalda samninga:

a) Samningur um byggingu og rekstur safnahúss að Görðum.

b) Samningur um innréttingu á milli Byggðasafnsins og Landmælinga Íslands.

c) Húsaleigusamningur við eigendur Steinaríkis Íslands.

d) Verksamning um byggingu safnahúss.

Stjórnin samþykkir að endurskoðað verði ákvæði 6. gr. húsaleigusamnings milli Byggðasafnsins að Görðum og Steinaríkis Íslands eftir eitt ár frá undirskrift. Gísli vill að skipting aðgangseyris milli Byggðasafns og Steinaríkis verði 60% Byggðasafn og 40% til Steinaríkis.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Valdimar Þorvaldsson (sign)
Rögnvaldur Einarsson (sign)
Gísli S. Sigurðsson (sign)
Jón Valgarðsson (sign)
Jón Þór Guðmundsson (sign)
Sigurður Valgeirsson (sign)
Anton Ottesen (sign)
Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00