Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja (2010)

5. fundur 14. október 2010 kl. 18:00 - 19:30

5. fundur starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, fimmtudaginn 14. október 2010 og hófst hann kl. 18:00

_____________________________________________________ 

Fundinn sátu:

Einar Benediktsson, formaður - fulltrúi S-lista

Hjördís Garðarsdóttir, fulltrúi V-lista

Dagný Jónsdóttir, fulltrúi B-lista

Gunnar Sigurðsson, fulltrúi D-lista

Sturlaugur Sturlaugsson, fulltrúi ÍA

Jón Þór Þórðarson, fulltrúi ÍA

Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri. 

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið: 

1.

1008087 - Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

Til viðræðna mætir Sævar Haukdal formaður FIMA til að ræða aðstöðumál félagsins.

Sævar Haukdal fór yfir stöðu og framtíðarsýn fimleiksfélagsins  og kynnti hann óskir félagsins um bætta aðstöðu. 

 

2.

1008087 - Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

Grunnur að lokaskýrslu kynntur.

Starfshópurinn telur þörf á að fá upplýsingar um fjárhagsforsendur verkefnisins, til að geta gert raunhæfa forgangsröðun.

 

3.

1008087 - Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

Áframhald vinnu og umræður um aðstöðumál félaganna.

Starfshópurinn fékk afhent fyrstu drög að skýrslunni til yfirlestrar. Meðlimum starfshópsins falið að koma með á næsta fund hugmyndir um forgangsröðun verkefna.

 

4.

1008087 - Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

Bókun frá Gunnari Sigurðssyni.

Ég undirritaður hef að vandlega athuguðu máli tekið ákvörðun um að segja mig úr starfshópi um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akranesi vegna þess að ég tel mig vanhæfan vegna þess að:

 • Sonur minn er í stjórn Knattspyrnufélags ÍA
 • Dóttir mín er í stjórn Golfklúbbsins Leynis.

Þá hef ég sjálfur verið formaður Knattspyrnufélags ÍA um árabil þannig að í mínum huga er ljóst að allar ákvarðanir sem ég kæmi að í þessum starfshópi verða hugsanlega mistúlkaðar.

Akranesi 14. október 2010

Gunnar Sigurðsson

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00