Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja (2010)

2. fundur 23. ágúst 2010 kl. 17:00 - 18:30

2. fundur starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja, haldinn  í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18,  mánudaginn 23. ágúst 2010 og hófst hann kl. 17:00


Fundinn sátu:

Einar Benediktsson, formaður - fulltrúi S-lista

Hjördís Garðarsdóttir, fulltrúi V-lista

Dagný Jónsdóttir, fulltrúi B-lista

Gunnar Sigurðsson, fulltrúi D-lista

Sturlaugur Sturlaugsson, fulltrúi ÍA

Guðlaug Margrét Sverrisdóttir, fulltrúi ÍA

Jón Þór Þórðarson, fulltrúi ÍA

Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri  

 

Fundargerð ritaði:  Ragnar Már Ragnarsson, verkefnastjóri Framkvæmdastofu.

 

Fyrir tekið:

 

1.

1008038 - Íþróttamannvirki, uppbygging

Á fundinn mætti Gunnar B. Borgarsson Arkitekt frá ASK arkitektum og kynnti hann tillögur að tengibygginu og nýrri sundlaug sem unnar voru á árunum 2005-2007. Einar Benediktsson og Gunnar B. Borgarsson munu fara yfir uppfærðar kostnaðartölur. Málið rætt.

 

2.

1008087 - Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

Greinargerð ÍA sem var til grundvallar kynningar á stöðu mála varðandi aðstöðumál aðildarfélaga ÍA. Var kynnt á 66. ársþingi ÍA sem fór fram 15. apríl sl. Úttekt þessi er byggð á samskiptum ÍA við aðildarfélögin á undanförnum árum og er henni ætlað að gefa yfirsýn yfir stöðu mála.

Nefndin felur Framkvæmdastofu að leggja gróft kostnaðarmat á óskir aðildarfélaga ÍA um bætta aðstöðu fyrir félögin.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00