Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja (2010)

1. fundur 11. ágúst 2010 kl. 18:30 - 20:00

1. fundur starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja, haldinn  í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18,  miðvikudaginn 11. ágúst 2010 og hófst hann kl. 18:30.


Fundinn sátu:
Einar Benediktsson, formaður - fulltrúi S-lista
Dagný Jónsdóttir, fulltrúi B-lista
Gunnar Sigurðsson, fulltrúi D-lista
Sturlaugur Sturlaugsson, fulltrúi ÍA
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, fulltrúi ÍA
Jón Þór Þórðarson, fulltrúi ÍA
Ragnheiður Þórðardóttir, deildarstjóri þjónustudeildar


Fundargerð ritaði:  Ragnheiður Þórðardóttir, deildarstjóri þjónustudeildar.

Guðlaug Margrét Sverrisdóttir og Hjördís Garðarsdóttir boðuðu forföll.


Fyrir tekið:

1.  1006118 - Íþróttamannvirki - starfshópur um uppbyggingu.
Lagt fram bréf bæjarráðs, dags. 30. júlí 2010, þar sem tilkynnt er um skipan starfshópsins.
Fulltrúar Akraneskaupstaðar eru:
Einar Benediktsson, S-lista, formaður
Hjördís Garðarsdóttir, V-lista
Dagný Jónsdóttir, B-lista
Gunnar Sigurðsson, D-lista
Fulltrúar Íþróttabandalags Akraness eru:
Sturlaugur Sturlaugsson, formaður ÍA
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjórn ÍA
Guðlaug Sverrisdóttir, framkvæmdastjórn ÍA
Jón Þór Þórðarson, starfsmaður ÍA 


2.  1008037 - Erindisbréf starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja
 Lagt fram


3.  1008038 - Önnur mál - starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja
Sturlaugur Sturlaugsson gerði grein fyrir samantekt ÍA á ástandi og búnaði í íþróttamannvirkjunum svo og rekstrarskiptingu.
Rætt var um þörf á gerð íþróttasamnings milli Akraneskaupstaðar og ÍA þar sem tekið verði m.a. á uppbyggingu, rekstrarstyrkjum og verkaskiptingu milli samningsaðila.
Kl. 19:00 mætti til viðræðna Kristján Gunnarsson, umsjónarmaður fasteigna og fór hann yfir stöðu viðhaldsverkefna í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar, dags. 10. ágúst 2010.

Einnig var lagt fram yfirlit yfir íþróttamannvirkin úr ársreikningi 2009.
Umræður um verksvið starfshópsins og hverng best verður að haga vinnu hópsins.
 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00