Fara í efni  

Starfshópur um Breið (2014-2015)

1. fundur 27. október 2014 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Vignir Albertsson fullltrúi Faxaflóahafna
 • Guðmundur Þór Valsson aðalmaður
 • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
 • Einar Brandsson formaður
Starfsmenn
 • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfshópur um Breið

1409230

1.1. Erindisbréf Stafshóps Farið yfir erindisbréf starfshópsins. Velt upp hver meginmarkmið eiga að vera með vinnu starfshópsins. Lokaafurð verður tillaga að breyttu aðal og deiliskipulagi fyrir svæðið. Ennfremur tillögur til bæjarráðs og bæjarstjórnar um uppbyggingu svæðisins til lengri tíma.
1.2. Skipulagskostnaður Farið yfir hugsanlegan skipulagskostnað. Rætt um skiptingu kosnaðar milli Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna. VA mun fara yfir málið með Faxaflóahöfnum.
1.3. Eiganrhald á svæðinu Farið yfir kort sem sýnir eignarhald lóða á svæðinu.
1.4. Fyllingar/höfnin Farið yfir með hvaða hætti fylling gæti verið á bak við "stóru" höfnina. Ennfremur stærð hafnar m.t.t. þess skipadosts sem vænta má að verði í framtíðinni.
1.5. Landnotkun svæðis Rætt um landnotkun bæði með tilliti til hafsækinnar starfsemi og hugsanlegrar íbúðabyggðar.
1.6. Skörun vinnu Möguleiki á að vinna starfshóðsins skarist að hluta við vinnu starfshóps um Sementsreit. Mikilvægt að hóparnir bera sig saman þ.a. tryggt sé að tillögur þeirra séu í takt hvor við aðra.
1.7. Samráð Rætt um mikilvægi samráðs og heppilegar tímasetningar í því sambandi.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00