Fara í efni  

Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)

33. fundur 25. september 2013 kl. 20:00 - 22:05 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV) formaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Guðni Tryggvason aðalmaður
 • Helga Rún Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðjón Steindórsson verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón Steindórsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Upplýsingamiðstöðin á Akranesi - málefni

1306020

Farið yfir starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar.

Ingibjörg Gestsdóttir starfsmaður upplýsingamiðstöðvarinnar fór yfir skýrslu sína um starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar sumarið 2013. Ferðamönnum sem komu við í upplýsingamiðstöðinni í sumar fjölgaði um rúmlega 40% og komu flestir frá Þýskalandi og Frakklandi.

Helst var spurt um hvar Byggðasafnið væri að finna, gönguleiðir um Akrafjall, Vitann, ströndina og aðal verslunargötuna. Einngi var nokkuð spurt um ferðir strætó.Töluverð aukning var á fjölda gistinátta á gististöðum í bænum en einhver minnkun var á fjölda ferðamanna á tjaldsvæðinu í sumar.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - starfshópur um atvinnu- og ferðamál

1309166

Drög að fjárhagsáætlun 2014, fyrir starfshóp um atvinnu- og ferðamál

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2014 fyrir starfshópinn til áframhaldandi umræðu.

3.Stefnumótunarfundur um atvinnu- og ferðamál

1308163

Umræður um undirbúning fyrir væntanlegan stefnumótunarfund í atvinnu- og ferðamálum sem fyrirhugað er að verði haldinn 30. nóvember n.k.

Fundi slitið - kl. 22:05.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00