Fara í efni  

Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)

39. fundur 08. janúar 2014 kl. 20:00 - 22:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV) formaður
 • Hörður Svavarsson aðalmaður
 • Ólafur Adolfsson aðalmaður
 • Sævar Freyr Þráinsson aðalmaður
 • Guðni Tryggvason aðalmaður
 • Helga Rún Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Katla María Ketilsdóttir aðalmaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Starf markaðs- og kynningarfulltrúa Akraneskaupstaðar

1312068

Fyrirhuguð ráðning á markaðs- og kynningarfulltrúa fyrir Akraneskaupstað.

Bókun bæjarráðs frá 12. desember sl. til kynningar.

2.Markaðsstofa Vesturlands - ýmis mál

1401041

Minnisblað verkefnastjóra lagt fram.

Minnisblað verkefnastjóra um framvindu mála í atvinnu- og ferðamálum.

3.Fjárveiting til Vitans 2014

1312038

Á fundi bæjarstjórnar Akraness, sem haldinn var þann 10. desember 2013, var m.a. fjallað um fjárveitingu til að hægt sé hafa Akranesvita opinn sumarið 2014.
Bæjarstjórn Akraness samþykkti að veita fjárhæð, kr. 600.000,- til að halda Akranesvita opnum sumarið 2014.
Starfshópi í atvinnu- og ferðamálum er falið að útfæra tillöguna, meðal annars með tilliti til gjaldtöku í vitanum.

Erindi lagt til kynningar og hefur starfshópur atvinnu- og ferðamála á hug að leita eftir hugmyndum fyrir sumaropnun Akranesvita 2014. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.

4.Stefnumótunarvinna í atvinnumálum 2014

1312041

Yfirferð á samantekt frá stefnumótunarfundi í atvinnumálum sem haldinn var þann 30. nóvember sl.

Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður starfshópsins kynnti samantekt eftir stefnumótunarfund sem haldinn var 30. nóvember sl. í Tónbergi. Samantektin var unnin út frá hópavinnu á fundinum og verður notuð til mótunar á nýrri stefnu í atvinnumálum á Akranesi. Starfshópurinn felur verkefnastjóra að útbúa kynningarefni úr samantektinni til að birta á heimasíðu bæjarins ásamt því að senda þátttakendum af stefnumótunarfundinum afrit í pósti. Starfshópurinn mun hitta fundarstjóra á næsta fundi til að taka næstu skref í stefnumótunarvinnunni.

5.SSV - starfshópur um skipulag SSV

1401046

Skýrsla starfshóps á framtíðarskipulag SSV til kynningar.

Lagt fram.

6.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - önnur mál

1305112

Yfirtaka Akraneskaupstaðar á sementsreitnum og ákvörðun eiganda Norðarfisks að fjárfesta frekar á Akranesi.

Starfshópurinn fagnar því að óvissu sé eytt er varðar sementsverksmiðjureitinn og er sannfærður um að það muni færa kaupstaðnum tækifæri í framtíðinni, m.a. í atvinnu- og ferðamálum.

Starfshópurinn fagnar einnig ákvörðun Norðanfisks um fjárfestingu á húsnæði fyrir rekstur fyrirtækisins á Akranesi.

Fundi slitið - kl. 22:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00