Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

22. fundur 09. október 2007 kl. 12:00 - 14:00

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 9. október 2007 kl. 12:00.


 

Mætt voru:        Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,

                        Hörður Ó. Helgason skólameistari,

                        Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,

                        Ingþór Þórhallsson,

                        Borghildur Jósúadóttir,

                        Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, fulltrúi kennara,

                        Steinunn Eik Egilsdóttir, fulltrúi nemenda.

 

Forföll boðuðu:   Bergþór Ólason,

                         Bergþóra Jónsdóttir.


 Formaður skólanefndar setti fund.

 

1.  Skólameistari gerði grein fyrir breytingum á starfsliði skólans þar sem Gyða Bentsdóttir kennari er í námsorlofi á skólaárinu, Þjóðbjörn Hannesson kennari er í leyfi og Eydís Aðalbjörnsdóttir hefur látið af störfum sem kennari við skólann.  Harpa Hreinsdóttir kennari er komin til baka úr námsorlofi og Inga Sigurðardóttir sem ráðin var tímabundið í hennar stað er hætt kennslu við skólann.

Nýjir kennarar sem ráðnir voru að skólanum í ágúst eru:  Erna B. Guðlaugsdóttir, Gísli Erlendsson, Guðbjarni Jóhannsson, Pétur Örn Jónsson, Þórey Dalrós Þórðardóttir og Flosi Einarsson, þau tvö síðasttöldu eru í hlutastarfi.  Hrönn Ásgeirsdóttir er í leyfi frá störfum í mötuneyti skólans og Hrefna Sigurðardóttir hefur verið ráðin í hennar stað.  Samúel Grímsson hefur látið af störfum sem fjármálastjóri og Guðný Rún Sigurðardóttir hefur verið ráðin í hans stað.

 

2.   Skólameistari sagði frá kynningarriti um skólann sem Akranesbær gaf út og dreifði um Vesturland og víðar.  Einnig sagði hann frá almanaki sem skólinn gaf út í tilefni af 30 ára afmælli sínu og sendi öllum Vestlendingum og íbúum við jaðra fjórungsins.  Ennfremur gat hann um annað sem gert er í tilefni af afmæli skólans, m.a. væntanlega tónleika 9. nóvember og kvöldsamkomu á sal skólans 22. nóvember.

 

3.  Skólameistari sagði frá hvatningarverðlaunum Akraneskaupstaðar sem veitt voru í fyrsta sinn nú í haust.

 

4.   Skólameistari sagði frá því að foreldrafélag skólans hefði verið endurvakið í byrjun haustannar og því kjörin ný stjórn þar sem Borghildur Jósúadóttir er formaður.  Í framhaldi af þessu sagði Borghildur frá foreldrarölti sem félagið skipuleggur í tengslum við dansleiki nemendafélagsins.

 

5.   Skólameistari greindi frá því að Akranekaupstaður greiði laun forvarnarfulltrúa við skólann á árinu 2007 en Heiðrún Janusardóttir gegnir því starfi samhliða störfum í þágu grunnskólanna og annarra unglinga í bænum.

 

6.   Skólameistari dreifði blöðum með yfirliti yfir nemendafjölda á haustönn 2007.  Þar kom  m.a. fram að í skólanum eru 667 nemendur, þar af 421 með lögheimili á Akranesi.

 

7.    Fyrir fundinum lágu ársreikningar skólamötuneytis, minningarsjóða og kennslumiðstöðvar fyrir árið 2006.  Viðstaddir skólanefndarmenn undirrituðu reikningana og samþykktu þá þar með.

 

8.    Skólameistari dreifiði yfirliti um rekstrarstöðu skólans m.v. 1. október 2007.

 

9.    Skólameistari dreifiði ljósriti af þeim síðum í frumvarpi til fjárlaga sem varða framlög til skólans á árinu 2008.  Frumvarpið gerir ráð fyrir að skólinn hafi í mesta lagi 545 ársnemendur á árinu 2008.   Um þetta spunnust talsverðar umræður sem lauk með því að skólanefnd samþykkti eftirfarandi ályktun:

 

?Skólanefnd lýsir  áhyggjum sínum vegna þess að fjöldi ársnemenda stefnir í að verða meiri en forsendur í fjárlagafrumvarpi gera ráð fyrir.  Þess vegna stefnir í að tekjur skólans verði of lágar til að mæta kostnaði sem leggja þarf í til að kenna skráðum nemendum.  Skólanefnd vekur athygli á að nýstofnaðir framhaldsskólar á Vesturlandi fá hærri fjárveitingar á hvern ársnemanda.  Menntaskólinn í Borgarnesi fær 70% hærra framlag og Fjölbrautaskóli Snæfellinga 35% hærra á hvern ársnemanda.?

 

10.  Skólameistari lagði fram bréf sem hann sendi til fjármálasviðs menntamálaráðuneytis, dags. 2. okt. 2007.  Skólanefnd  tekur undir þau  sjónarmið sem fram koma  í bréfinu og hvetur til að nauðsynlegum leiðréttingum á reiknilíkani fyrir framhaldsskóla verði flýtt. 

 

11.  Skólanefnd vill koma á framfæri þakklæti við bæjarstjórn Akraness vegna stuðnings hennar við útgáfu kynningarrits og forvarnarstarf við skólann.

 

                                                 Fundi var slitið kl. 14:00.

 

                                                 Atli Harðarson ritaði fundargerð.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00