Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Nýtt deiliskipulag Kirkjubraut
2502161
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi fer yfir vinnslutillögu að nýju deiliskipulagi á Kirkjubraut.
Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla þær; Elsa Lára Arnardóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Helga Björg Þrastardóttir fulltrúi foreldra ásamt Írisi G. Sigurðardóttur leikskólastjóra í Teigaseli sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla þær; Elsa Lára Arnardóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Helga Björg Þrastardóttir fulltrúi foreldra ásamt Írisi G. Sigurðardóttur leikskólastjóra í Teigaseli sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Áheyrnarfulltrúar ásamt skipulagsfulltrúa víkja af fundinum.
2.Mánaðayfirlit 2025
2503064
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri kynnir yfirlit málaflokka skóla- og frístundasviðs fyrir tímabilið janúar til og með október 2025.
Skóla- og frístundaráð þakkar Kristjönu fyrir greinargott yfirlit yfir stöðu málaflokka sviðsins.
Kristjana Helga víkur af fundi.
3.KFÍA - rekstrarsamningur 2023-2025 vegna Jaðarsbakkasvæðisins
2211228
Akraneskaupstaður og Knattspyrnufélag ÍA gerðu með sér samkomulag um daglegan rekstur, umsjón og þjónustu á aðalvelli, stúku, grasvöllum, Akraneshöll og Vallarhúsi sem hefur gildistíma frá 1. apríl 2023 til og með 31. desember 2025.
Lögð eru fyrir drög að nýjum samningi til fjögurra ára.
Lögð eru fyrir drög að nýjum samningi til fjögurra ára.
Lagt fram til kynningar.
4.Þjóðarleikvangur framtíðarinnar
2512073
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. desember að vísa málinu til umfjöllunar skóla- og frístundaráðs.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fylgir málinu eftir.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fylgir málinu eftir.
Að mati skóla- og frístundaráðs felst í þessu afar áhugavert tækifæri fyrir Akranes og lýsir ráðið skýrum vilja til að halda áfram og dýpka samtalið.
Steinar víkur af fundi.
5.Starf verkefnastjóra farsæls frístundastarfs á mennta- og menningarsviði
2511158
Mennta- og menningarsvið auglýsti nýverið eftir verkefnastjóra farsæls frístundastarfs. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs sem fjármagnað er með styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Fjórir sóttu um og Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin í stöðuna.
Fjórir sóttu um og Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin í stöðuna.
Lagt fram til kynningar.
Skóla- og frístundaráð fagnar ráðningunni og bíður Guðrúnu velkomna til starfa.
Skóla- og frístundaráð fagnar ráðningunni og bíður Guðrúnu velkomna til starfa.
6.Jafnréttisstofa - Umönnunarbilið og þjónusta sveitarfélaga - skýrsla
2512088
Skýrsla Jafnréttisstofum - Umönnunarbilið og þjónusta sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
7.Stjórnarráð Íslands - Brúum umönnunarbilið, skýrsla og tillögur aðgerðahóps
2512102
Brúum umönnunarbilið - skýrsla og tillögur aðgerðahóps sem útgefin er af Stjórnarráði Íslands í desember 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.






Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir gott og mikilvægt samtal við hagaðila leik- og grunnskóla.