Skóla- og frístundaráð
Dagskrá
1.Beiðni ÍA um samstarf til að bæta auglýsingarmöguleika í íþróttahúsum Akraneskaupstaðar
2510044
Umræðu framhaldið frá síðasta fundi ráðsins.
Heiðar Mar Björnsson framkvæmdastjóri ÍA og Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja sitja þenna fundalið.
Heiðar Mar Björnsson framkvæmdastjóri ÍA og Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamála- og íþróttamannvirkja sitja þenna fundalið.
Skóla- og frístundaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
2.Málefni leikskólastigsins 2025
2505167
Samtal skóla- og frístundaráðs við leikskólastjórnendur um málefni leikskólastigsins.
Fundarliðinn sitja þær; Guðrún Bragadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Akraseli, Íris G. Sigurðardóttir leikskólastjóri á Teigaseli, Ragnheiður Dagný Ragnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Garðaseli og Vilborg G. Valgeirsdóttir leikskólastjóri á Vallarseli.
Fundarliðinn sitja þær; Guðrún Bragadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Akraseli, Íris G. Sigurðardóttir leikskólastjóri á Teigaseli, Ragnheiður Dagný Ragnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Garðaseli og Vilborg G. Valgeirsdóttir leikskólastjóri á Vallarseli.
Skóla- og frístundaráð þakkar leikskólastjórnendum fyrir gott samtal.
3.Farsældarráð Vesturlands
2509060
Skóla- og frístundaráð gerir tillögu til bæjarstjórnar að fulltrúa úr ráðinu til setu í Farsældarráði Vesturlands.
Skóla- og frístundaráð gerir það að tillögu sinni að Liv Aase Skarstad verði fulltrúi fyrir hönd skóla- og frístundaráðs og Akraneskaupstaðar í Farsældarráði Vesturlands og Jónína Margrét Sigmundsdóttir verði til vara.
4.Framtíð sunds og fótbolta á Jaðarsbökkum
2510054
Lögð er fram tillaga að erindisbréfi starfshóps um staðsetningu á innilaug og keppnisvelli knattspyrnunnar á Jaðarsbökkum.
Lagt fram til kynningar.
5.ÍA - rekstur. samskipti og samningur 2026
2511017
Núgildandi Þjónustusamningur milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness rennur út í árslok 2026. Skóla- og frístundaráð leggur til að vinna við endurskoðun hefjist strax á nýju ári.
Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram.
6.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029
2505217
Umfjöllun um fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áherslu á þá málaflokka sem heyra undir skóla- og frístundaráð
Lagt fram.
7.Tónlistarskólinn á Akranesi 70 ára
2511018
Þann 2. nóvember 2025 átti Tónlistarskólinn á Akranesi 70 ára starfsafmæli.
Skóla- og frístundaráð óskar Tónlistarskólanum á Akranesi innilega til hamingju með 70 ára afmælið. Ráðið lýsir yfir mikilli ánægju með það mikilvæga og metnaðarfulla starf sem tónlistarskólinn hefur sinnt frá stofnun og því ómetanlega framlagi sem skólinn hefur veitt samfélaginu öllu á Akranesi í sjö áratugi.
Tónlistarskólinn hefur á þessum tíma skapað fjölbreyttan vettvang fyrir tónlistarnám, eflt hæfileika og sköpun og verið uppspretta gleði, menntunar og auðgangi menningarstarfsemi í bæjarfélaginu.
Skóla- og frístundaráð hlakkar til áframhaldandi farsæls samstarfs og óskar tónlistarskólanum velfarnaðar á næstu árum og áratugum.
Tónlistarskólinn hefur á þessum tíma skapað fjölbreyttan vettvang fyrir tónlistarnám, eflt hæfileika og sköpun og verið uppspretta gleði, menntunar og auðgangi menningarstarfsemi í bæjarfélaginu.
Skóla- og frístundaráð hlakkar til áframhaldandi farsæls samstarfs og óskar tónlistarskólanum velfarnaðar á næstu árum og áratugum.
Fundi slitið - kl. 11:00.





