Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

269. fundur 19. september 2025 kl. 08:15 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Árshlutauppgjör 2025

2505216

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri kynnir árshlutauppgjör málaflokka skóla- og frístundasviðs fyrir tímabilið janúar - júní 2025.
Skóla- og frístundaráð þakkar fjármálastjóra fyrir góða yfirferð.

2.Farsældarráð Vesturlands

2509060

Vesturland var fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði samning þess efnis við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi 16. maí 2024.

Markmið samstarfsins er að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur á Vesturlandi með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Jafnframt mun farsældarráð vinna að því að styrkja þverfaglegt samstarf og tryggja að farsæld barna sé leiðarljós í stefnumótun og framkvæmd þjónustu í landshlutanum.

Lagt er upp með stofnun á Farsældarráði Vesturlands á Haustþingi SSV þann 24. september næstkomandi.



Óskað er eftir afstöðu skóla- og frístundaráðs til undirritunar samstarfsyfirlýsingar vegna stofnunar svæðisbundins Farsældarráðs á Vesturlandi.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrir sitt leyti samstarfsyfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélagsins auk verklagsreglna vegna stofnunar svæðisbundis farsældarráðs á Vesturlandi. Skóla- og frístundaráð bindur miklar vonir við að stofnun farsældarráðs styrki enn frekar samræmingu og samstarf allra þjónustuveitenda á Vesturlandi, bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga.

3.Erindi vegna samgangna frá Borgarholti á Akranes vegna barns á grunnskólaaldri

2509121

Lagt fram til kynningar.
Skóla- og frístundaráð vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði og felur sviðsstjóra að svara erindinu í samstarfi við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

4.Erindi frá Sundfélagi Akraness um aðkomu Akraneskaupstaðar að árlegu sundmóti félagsins

2509120

Sundfélag Akraness óskar eftir að gera samkomulag við Akraneskaupstað um reglulegt sundmót í maí/júní ár hvert.



Kjell Wormdal og Ágúst Júlíusson fygja málinu eftir fyrir hönd Sundfélags Akraness. Dagskrárliðinn sitja einnig Heiðar Mar Björnsson framkvæmdarstjóri ÍA og Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamála og íþróttamannvirkja.
Skóla- og frístundaráð þakkar forsvarsmönnum sundfélagsins fyrir gott samtal og óskar eftir frekari gögnum frá Sundfélagi Akraness er varða kostnað við mótahaldið. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

5.Gjaldskrár 2026

2508059

Umfjöllun um gjaldskrár fyrir árið 2026 með áherslu á íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar.

Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamála og íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00