Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

268. fundur 03. september 2025 kl. 16:00 - 18:00 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Styrkbeiðni vegna tækjakaupa - tímatökubúnaður

2508150

Sundfélag Akraness óskar eftir styrk frá Akraneskaupstað fyrir kaupum á tímatökubúnaði sem félagið fjárfesti í á vormánuðum.



Daníel S. Gald forstöðumaður íþróttamannvirkja og Heiðar Mar Björnsson framkvæmdarstjóri ÍA sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Í viðauka við þjónustusamning milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness (ÍA) sem samþykktur var í september 2023 kemur fram að: Stefna Akraneskaupstaðar er að allur fastabúnaður sem fylgir íþróttamannvirkjum kaupstaðarins verði í eigu Akraneskaupstaðar og þar með á forræði forstöðumanns íþróttamannvirkja- og íþróttamála. Með þeim undantekningum að sérstakir samningar hafa verið gerðir við ákveðin aðildarfélög ÍA um rekstur einstakra íþróttamannvirkja. Til almenns búnaðar telst allur búnaður til iðkunar skólaíþrótta, sem og allur fastur búnaður í íþróttahúsum og sundlaugum. Sé búnaður eingöngu til notkunar fyrir einstök íþróttafélög (og öðrum óheimil notkun) telst hann sértækur búnaður og því á forræði íþróttafélaga. Forræði þýðir fjármögnun, viðhald og endurnýjun.
Með vísan í ofangreint getur skóla- og frístundaráð ekki orðið við styrkbeiðni Sundfélags Akraness.

2.Reglubundin yfirferð á verkefnaskrá

2505168

Sviðsstjóri fer yfir stöðu verkefna á sviðinu.
Til kynningar.

3.Skóla- og frístundasvið - lykiltölur 2025

2509018

Samantekt á lykiltölum frá stofnunum á skóla- og frístundasviði.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029

2505217

Umfjöllun um fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áherslu á þá málaflokka sem heyra undir skóla- og frístundaráð.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00