Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

266. fundur 06. ágúst 2025 kl. 08:30 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss

2506125

Drög að valkostagreiningu kynnt.



Daníel S. Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir dagskrárliðum 1-3.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

2.Klifurfélag ÍA - húsnæði og starfsemi

2506017

Flutningur Klifurfélags ÍA yfir í íþróttahúsið að Vesturgötu.
Áætlað er að Klifurfélagið hefji vetrarstarf sitt á nýjum stað og ekki er útlit fyrir annað en að það gangi eftir. Skóla- og frístundaráð fagnar þeim áfanga að framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi Klifurfélagsins verði í íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar. Ráðið felur sviðsstjóra að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi leigusamning vegna húsnæðis að Smiðjuvöllum 17.

3.Kraftlyftingafélag ÍA - húsnæði og starfsemi

2508004

Umfjöllun um framtíðarhúsnæði fyrir Kraftlyftingafélag Akraness. Markmið Akraneskaupstaðar er leitast við að starfsemi aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraness geti farið fram í íþróttamannvirkjum kaupstaðarins.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir því við forstöðumann íþróttamannvirkja, í samstarfi við fulltrúa kraftlyftingafélagsins, að finna starfsemi félagsins hentugt rými í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja er falið að vinna málið áfram.
Daníel S. Glad víkur af fundi.

4.Frístundaheimili Akraneskaupstaðar - húsnæði

2508003

Skóla- og frístundaráð hefur unnið að framtíðarsýn frístundaheimila Akraneskaupstaðar. Í þeirri vinnu hefur komið fram nauðsyn þess að skilgreina með formlegum hætti húsnæði fyrir lögbundna starfsemi frístundaheimilanna.



Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála situr fundinn undir dagskrárliðum 4 og 5.
Skóla- og frístundaráð tekur undir mikilvægi skýrleika í tengslum við húsnæði frístundaheimilanna, til að tryggja sem bestu aðstæður fyrir þessa lögbundnu þjónustu sveitarfélagsins. Frístundaheimilin Brekkusel, Grundasel og Krakkadalur hafa forgang í rými á Þekjunni, Grundaseli og Þorpinu á starfstíma frístundaheimilanna skv. frístundadagatali.

5.Reglur um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn

2508005

Skóla- og frístundasvið og velferðar- og mannréttindasvið vinna að mótun reglna um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn. Verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála kynnir drög að reglum.
Lagt fram til kynningar.
Málið verður tekið fyrir aftur í skóla- og frístundaráði 20. ágúst n.k. og í velferðar- og mannréttindaráði 19. ágúst n.k.
Heiðrún víkur af fundi.

6.Málefni dagforeldra 2025

2502180

Verkefnastjóri kynnir tölulegar upplýsingar um starfsemi dagforeldra á Akranesi, s.s. fjölda starfandi dagforeldra og fjölda barna í vistun.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00