Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

262. fundur 08. maí 2025 kl. 08:00 - 11:00 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
  • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Anna María Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Ívar Orri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Ræsting stofnana - útboð 2026

2410074

Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði kynnir fyrir skóla- og frístundaráði útboðsgögn vegna ræstinga á stofnunum sviðsins 2026-2029.
Skóla- og frístundaráð þakkar Arnóri Má fyrir góða yfirferð og er ánægt með þær breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrra útboði. Ráðið leggur áherslu á að útboðsgögnin verði rýnd af forstöðumönnum stofnanna áður en þeim verður vísað til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Arnór Már víkur af fundi.

2.Grundaskóli - lóðarhönnun 2025

2504198

Kynning á fyrirliggjandi lóðarhönnun við Grundaskóla

Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði kynnir fyrir skóla- og frístundaráði hönnun á skólalóð Grundaskóla.

Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri Grundaskóla, Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara og Anna María Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi foreldra sitja fundinn undir fundarliðum 2 og 3.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu og umræður um hönnun og ástand skólalóðar Grundaskóla. Vegna framkvæmda við skólann hefur skólalóðin bæði verið aðþrengd og látið á sjá. Skóla- og frístundaráð telur brýnt að frágangur á þeim hluta lóðar sem hefur raskast og/eða skemmst vegna framkvæmda á skólanum verði settur í forgang. Einnig að verk- og tímaáæltun verði unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur og kynntar fyrir skóla- og frístundaráði.
Anna María Þráinsdóttir víkur af fundi.

3.Frístundaheimili Akraneskaupstaðar - framtíðarsýn

2406253

Kynning á niðurstöðum viðhorfskönnunar um starfsemi frístundaheimila Akraneskaupstaðar.

Auk áheyrnarfulltrúa Grundaskóla sitja Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, G. Erna Valentínusdóttir fulltrúi foreldra, Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri frístunda- og forvarnarmála og Ívar Orri Kristjánsson forstöðumaður Þorpsins fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skóla- og frístundaráð þakkar verkefnastjóra fyrir kynninguna og fagnar góðum niðurstöðum. Stjórnendum frístundaheimilanna er falið að vinna áfram með niðurstöðurnar.
Heiðrún, Ívar Orri og áheyrnarfulltrúar grunnskólanna víkja af fundi.

4.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla- endurskoðun

2008109

Tillögur að breytingum á verklagsreglum um starfsemi leikskóla á Akranesi.

Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytingar á verklagsreglum um starfsemi leikskólanna og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði og síðar bæjarstjórn.
Anney víkur af fundi.

5.Kaup á þrekbúnaði af Íþróttabandalagi Akraness

2505044

Forstöðumaður íþróttamannvirkja kynnir fyrir skóla- og frístundaráði fyrirhuguð kaup á þrekbúnaði af Íþróttabandalagi Akraness, sem nýttur verður í kennslu í íþróttahúsum Akraneskaupstaðar. Kaupin rúmast innan fjárheimilda íþróttamannvirkjanna.



Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir dagskrárliðum 5 og 6.
Skóla- og frístundaráð telur þessa ráðstöfun jákvæða og samþykkir kaup á þrekbúnaðaði af Íþróttabandalagi Akraness. Forstöðumaður íþróttamannvirkja vinnur málið áfram.

6.Stöðugildi í nýju íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum

2505047

Tillaga var lögð fyrir skóla- og frístundaráð 6. júní 2024 um nýtingu rýma í nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum. Þar var m.a. lagt til að einu stöðugildi úr íþróttamannvirkjunum yrði úthlutað til Íþróttabandalags Akraness (ÍA), til að sjá um sameiginleg svæði aðildarfélaga ÍA s.s. klefa, sali og skrifstofur. Skóla- og frístundaráð fól sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna málið áfram í samstarfi við framkvæmdarstjóra ÍA.

Stjórn ÍA tók málið fyrir á fundi sínum 6. maí s.l. og er vilji stjórnar að afþakka umrætt stöðugildi sem ætlað var ÍA í umsjón með sameiginlegum svæðum aðildarfélaga ÍA. Stjórn ÍA vill í framhaldi af þessu stuðla að áframhaldandi góðum samkiptum á milli íþróttamannvirkja og íþróttafélaga.

Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA fylgir málinu eftir fyrir hönd stjórnar.
Skóla- og frístundaráð móttekur erindið. Forstöðumaður íþróttamannvirkja heldur stöðugildinu óbreyttu í sínu starfsmannahaldi og ráðstafar eftir þörfum í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00