Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

250. fundur 20. nóvember 2024 kl. 08:00 - 11:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Maren Ósk Elíasdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Farið yfir uppsetningu og verkferla tengda verkefnaskrá, ásamt drögum að aðgerðaáætlun fyrir heildarstefnuna.

Valdsí Eyjólfsdóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynningu á stöðu verkefnisins.
Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.

2.Framkvæmdir við mannvirki á skóla- og frístundasviði - reglubundið yfirlit

2402214

Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri og Alfreð Þór Alfreðsson rekstarstjóri fóru yfir stöðu framkvæmda í stofnunum á skóla- og frístundasviði.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu. Framkvæmdir ganga almennt vel og fyrirséð að stórum áföngum verður náð á fyrstu mánuðum næsta árs.
Anna María og Alfreð Þór víkja af fundi.

3.Sundfélag Akraness - erindi til bæjarfulltrúa og bæjarstjóra

2411129

Fjallað um erindi stjórnar Sundfélags Akraness sem sent var bæjarfulltrúum og bæjarstjóra. Efni erindisins er: Sundlaug á biðlista í 34 ár.

Eftirfarandi fulltrúar Sundfélags Akraness fylgja málinu eftir: Valdimar Ingi Brynjarsson, Guðmundur Brynjar Júlíusson, Ágúst Júlíusson og Kjell Wormdal.
Sundfélag Akraness lýsir yfir áhyggjum sínum af því að áformum um nýja sundlaug á Akranesi er ítrekað slegið á frest allt frá árinu 1990. Þolinmæði félagsins er á þrotum og krefst það þess að bæjarstjórn Akraness standi við gefin loforð um nýja innisundlaug á Jaðarsbakkasvæðinu og tímasetning framkvæmda verðu ákveðin hið fyrsta. Skóla- og frístundaráði þakkar fyrir gott og heiðarlegt samtal við fulltrúa Sundfélags Akraness. Ráðið sýnir málinu skilning og tekur undir að bygging nýrrar sundlaugar sé mikilvæg samfélagsframkvæmd. Öllum er ljóst að þörf er á að bæta aðstöðu til sundiðkunar á Akranesi - hvort sem er fyrir hinn almenna íbúa, til sundkennslu, endurhæfingar eða sundþjálfunar og keppni, íbúum til heilla. Fulltrúar í skóla- og frístundaráði munu fylgja málinu eftir í sitt pólitíska bakland.
Fulltrúar Sundfélags Akraness víkja af fundi.

4.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs 2025

2411130

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarna- og frístundamála Akraneskaupstaðar fer yfir umsókn forvarnarhópsins Brúarinnar í Þróunarsjóð skóla- og frístundaviðs fyrir árið 2025. Heiti verkefnisins er Forvarnaráætlun barna og ungmenna á Akranesi.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að veita styrk úr Þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2025 til verkefnisins. Ráðið fagnar því að verið sé að vinna að heildstæðri forvarnaráætlun og er ánægt með að áhersla sé lögð á samræmi milli stofnanna um fræðslu og forvarnarefni.

5.Lýðheilsu- og forvarnarsjóður

2411131

Lögð er fram tillaga að breytingu á heiti deildar 06700 innan málaflokks 06. Deildin heitir nú Heilsueflandi samfélag en lagt til að því verði breytt í Lýðheilsa og forvarnir.

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri forvarna- og frístundamála situr fundinn einnig undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir breytingartillöguna. Deildin mun heita Lýðheilsa- og forvarnir 06700 frá 1. janúar 2025.
Heiðrún víkur af fundi.

6.Fundargerðir 2024 - menningar- og safnanefnd

2401006

Lagðar fram til kynningar.

Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skóla- og frístundaráð tekur heilshugar undir bókun menningar- og safnanefndar í fundargerð 139. fundar, fundarliður 4, um einstaklega vel heppnaða menningarhátið Vökudaga 2024. Ráðið vill einnig færa þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í hátíðinni með einum eða öðrum hætti.
Skóla- og frístundaráð tekur einnig undir bókun nefndarinnar, í dagskrárlið 8 í sömu fundargerð, um að samningur um rekstur Bíóhallarinnar við Vini Hallarinnar ehf verði framlengdur um eitt ár.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00