Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

234. fundur 20. febrúar 2024 kl. 12:00 - 14:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
 • Einar Brandsson aðalmaður
 • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
 • Kristín Kötterheinrich varaáheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
 • Ingunn Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
 • Íris Guðrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
Starfsmenn
 • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
 • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
 • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir við mannvirki á skóla- og frístundasviði - reglubundið yfirlit

2402214

Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri á skipulags- og umvhverfissviði og Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri kynna stöðu framkvæmda á skóla- og frístundasviði.
Skóla- og frístundaráð þakkar Önnu Maríu og Alfreð fyrir góða yfirferð á framgangi endurbóta á skóla- og íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar.
Anna María og Alfreð víkja af fundi.

2.Málefni leikskólastigsins 2024

2402212

Anney Ágústsdóttir, Ingunn Sveinsdóttir, Íris G. Sigurðardóttir og Vilborg Valgeirsdóttir leikskólastjórar sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar leikskólastjórum fyrir gagnlegt samtal um málefni leikskólastigsins s.s húsnæðismál og fyrirhugaða innritun í ágúst 2024.
Anney, Ingunn, Íris og Vilborg víkja af fundi.

3.Erindi frá foreldrafélagi Brekkubæjarskóla - akstur í íþróttakennslu í Ægir gym

2402211

G. Erna Valentínusardóttir, Kristín Kötterheinrich fulltrúar foreldrafélags Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir þessum lið ásamt Vilborgu Þ. Guðbjartsdóttur deildarstjóra.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindi foreldrafélags Brekkubæjarskóla og leggur til að greiddur verði akstur fyrir nemendur unglingastigs í íþróttakennslu í Ægir gym tímabilið 4. - 28. mars. Sviðsstjóra er falin frekari úrvinnsla og málinu vísað til afgreiðslu í bæjarráð.
G. Erna, Kristín og Vilborg víkja af fundi.

4.Kraftakeppnin fjallkonan 2024

2402213

Kraftakeppnin fjallkonan verður haldinn í fyrsta skipti helgina 7. til 8. júní 2024. Skipuleggjendur hafa áhuga á að halda keppnina á Akranesi. Valdimar Númi Hjaltason og Guðmundur H. Aðalsteinsson aðstandendur keppninnar fylgja málinu eftir. Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Valdimar Núma og Guðmundi H. kærlega fyrir komuna og góða kynningu á fyrirhugaðri kraftakeppni - Fjallkonan. Ráðið telur Akranes vera góðan kost fyrir viðburð sem þennan og felur sviðsstjóra frekara samstarf við skipuleggjendur um aðkomu kaupstaðarins.

Fundi slitið - kl. 14:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00