Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

213. fundur 05. apríl 2023 kl. 08:00 - 10:00 í Þorpinu, Þjóðbraut 13
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson varaformaður
  • Ívar Orri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
  • Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Kynning á starfsemi Þorpsins apríl 2023

2304001

Ívar Orri Kristjánsson og Ársæll Rafn Erlingsson kynna starfsemi Þorpsins. Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Ívari og Ársæli fyrir greinargóða kynningu á starfsemi Þorpsins.
Ívar Orri, Ársæll Rafn og Heiðrún víkja af fundi.

2.Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar - umsókn um styrk í formi húsnæðisnotkunar

2303210

Erindi frá Æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) vegna fyrirhugaðs landsmóts á Akranesi um miðjan október 2023.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að fela sviðsstjóra að skoða með fulltrúum ÆSKÞ í samráði við skólastjórnendur hvort og hvernig er hægt að verða við erindinu. Ef af mótinu verður samþykkir ráðið að verða við beiðni ÆSKÞ varðandi frían aðgang að sundlauginni á Jaðarsbökkum.

3.Málefni barna - niðurgreiðslur o.fl. vegna vistunar barna í daggæslu

2303214

Aðsent erindi.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir erindið og felur sviðsstjóra að svara því í samræmi við umræðu fundarins. Ráðið felur sviðsstjóra jafnframt að gera tillögur að breytingum á reglum um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum er varða systkinaafslátt.

4.Námsstyrkir Akraneskaupstaðar 2022-2023

2205139

Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu að greiðslum til leikskólanna vegna náms leikskólastarfsmanna sem stunda nám í leikskólafræðum samhliða vinnu og fá að sækja tíma á launum. Ekki er gert ráð fyrir viðauka vegna þessa kostnaðar þar sem fjármagn er til í fjárhagsáætlun sviðsins.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00