Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

210. fundur 22. febrúar 2023 kl. 08:00 - 10:45 í Tónlistarskólanum að Dalbraut 1
Nefndarmenn
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Guðný Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
 • Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri tónlistarskóla
 • Heiðrún Janusardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
 • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
 • Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Tónlistarskóli - starfsemi

2109146

Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri og Rut Berg Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Akraness fjalla um málefni TOSKA.
Skóla- og frístundaráð þakkar Jónínu og Rut kærlega fyrir góða kynningu á starfsemi Tónlistarskóla Akraness.
Jónína Erna Arnardóttir og Rut Berg Guðmundsdóttir víkja af fundi.

2.Erindi frá stýrihópi um heilsueflandi samfélag

2302152

Erindi frá stýrihópi um Heilsueflandi samfélag varðandi skólamötuneyti og stefnu þar um. Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri fylgir málinu eftir. Kristjana Helga Ólafsdóttir, deildarstjóri fjármála situr einnig fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar stýrihópi um Heilsueflandi samfélag fyrir erindið og leggur til að haldið verði áfram með vinnu um framtíðarskipulag mötuneytismála fyrir stofnanir Akraneskaupstaðar. Sviðstjóra falið að svara erindinu.
Heiðrún Janusardóttir og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi.

3.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla- endurskoðun

2008109

Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð fór yfir drög að breytingum á verklagsreglum um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar. Sviðstjóra falið að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00