Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

209. fundur 08. febrúar 2023 kl. 08:00 - 10:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Guðrún Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Guðný Birna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
 • Jónas Kári Eiríksson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
 • Ívar Orri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
 • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
 • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
 • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
 • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Sumarleyfi leikskólanna 2023

2302028

Fjallað um sumaropnun leikskólanna á Akranesi 2023 - erindi frá leikskólastjórum.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að sumarleyfi leikskólanna sumarið 2023 verði fjórar vikur og að lokað verði frá 10. júlí til og með 4. ágúst.
Áheyrnarfulltrúar leikskólanna víkja af fundi.

2.Íþrótta- og tómstundamál

2302030

Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Guðmundu og Daníel fyrir gagnlegar umræður um íþróttamál og áhugaverðar upplýsingar um fjölda iðkenda hjá Íþróttablandalagi Akraness.
Guðmunda og Daníel víkja af fundi.

3.Skóladagatal grunnskólanna 2023-2024

2302029

Skóladagatal grunnskólanna fyrir skólaárið 2023 - 2024 lagt fram til staðfestingar.
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skóladagatali fyrir skólaárið 2023 - 2024.

4.Kynfræðsla - bæjarstjórn unga fólksins

2211125

Ívar Orri Kristjánsson forstöðumaður Þorpsins og áheyrnarfulltrúar grunnskólanna sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir málefnalegt erindi og leggur til að tekið verði saman yfirlit yfir þá kynfræðslu sem börn og ungmenni fá í skóla- og frístundastarfi á Akranesi. Verkefnastjóra á skóla- og frístundasviði falið að vinna málið áfram í samstarfi við skólastjórnendur og ungmennaráð.

5.Sundkennsla og skólamötuneyti - bæjarstjórn unga fólksins

2211126

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góðar og málefnalegar ábendingar varðandi fyrirkomulag sundkennslu og skólamötuneyti. Ráðið hvetur ungmennaráð og skólastjórnendur til að eiga frekara samtal um erindið. Skóla- og frístundaráð telur mikilvægt að taka aftur upp umræðu um fyrirkomulag skólamötuneyta hjá Akraneskaupstað.
Áheyrnarfulltrúar Brekkubæjarskóla og Ívar Orri Kristjánsson víkja af fundi.

6.Grundaskóli - húsnæðismál 2022

2209003

Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri og Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Arnari Sigurðssyni skólastjóra Grundaskóla fyrir erindið og vísar málinu til frekari úrvinnslu á skipulags- og umhverfissviði. Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Áheyranarfulltrúa Grundaskóla víkja af fundi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00