Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

188. fundur 24. mars 2022 kl. 10:00 - 10:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði
Dagskrá
Sameiginlegt mál velferðar- og mannréttindaráði og bæjarráði.

1.Móttaka flóttafólks

2203074

Á 186. fundi skóla- og frístundaráðs þann 15. mars 2022 var tekið fyrir mál Móttaka flóttafólks. Erindi hafði borist frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu um þátttöku sveitarfélaga í því brýna verkefni að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hafði tekið málið fyrir á fundi sínum 8. mars 2022 lýst sig reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Sameiginleg bókun skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs vegna málsins var eftirfarandi:
Skóla- og frístundaráð tekur undir bókun bæjarstjórnar um mikilvægi þess að taka þátt í því brýna verkefni að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu.
Ráðið leggur til við bæjarráð að starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs verði falið að undirbúa móttöku flóttafólksins.
Sviðsstjórar V&M og S&F leggja fram aðgerðaráætlun fyrir ráð viðkomandi sviða og bæjarráð.
Aðgerðaráætlun sem unnin var af sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs í samráði við skóla- og frístundasvið lögð fram til kynningar ásamt kostnaðarlíkani ríkisins sem fylgir gildandi samningum við sveitarfélög um móttöku flóttafólks. Við vinnslu stöðumatsins og aðgerðaráætlunarinnar var horft til leiðbeinandi reglna fyrir sveitarfélög um móttökuþjónustu og aðstoð við félagslega þátttöku flóttafólks frá árinu 2014 og skýrslu um samræmda móttöku flóttafólks frá 2019 .

Ýmislegt er óljóst í verkefninu en samningur milli ríkis- og sveitarfélaga um móttöku flóttafólks er í endurskoðun. Fyrstu verkþættirnir sem þarf að vinna í verkefninu samkvæmt leiðbeinandi reglum og skýrslunni er að tryggja íbúðir fyrir flóttafólk og skipa málstjóra sem tryggir heildaryfirsýn yfir verkefnið, samfellu og örugga og sveigjanlega þjónustu með heildstæðri einstaklingsmiðaðri áætlun sem unnin er með hverjum einstaklingi eða fjölskyldu.

Sveitarfélagið auglýsti eftir íbúðum til leigu vegna verkefnisins og fengust mjög jákvæð viðbrögð frá einstaklingum sem tilbúnir voru að leigja íbúðir í verkefnið. Bæjarráð hefur samþykkt að hefja verkefnið með því að vinna með 8 íbúðir og þá einstakling og fjölskyldur sem fá þær til leigu. Náið samstarf hefur verið við aðila sem hefur lagt verkefninu lið á landsvísu með sínum framlagi vegna leigu á íbúðum og sjálfboðavinnu. Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarráð að málstjóri verði ráðinn strax inn í verkefnið til næstu 6 mánaða ásamt því að skóla- og frístundasvið fái heimild til að leggja fram 15-20% starfsmann inn í verkefnið. Einnig er lagt til að skóla- og frístundasviði verði gefin heimild til að bregðast við þeim verkefnum sem ljóst er að vinna þarf með í leik-og grunnskólum og frístund þegar samsetning flóttafólks liggur fyrir. Þá er átt við heimild til að ráða til starfa starfsmenn samkvæmt tillögum í kostnaðaráætlun í samræmi þá einstaklinga og fjölskyldur sem munu flytja á Akranes. Eftir fjóra mánuði verði lagt mat á verkefnið og ákvörðun um áframhaldandi vinnslu þess tekin út frá því.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00