Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

190. fundur 19. apríl 2022 kl. 16:00 - 18:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri tónlistarskóla
  • Þórður Guðjónsson
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá
Þórður Guðjónsson varamaður situr fundinn undir liðum 1 til og með lið 4.

Jónína Erna Arnardóttir tekur sæti á fundinum.

1.Tónlistarskóli - starfsemi

2109146

Skólastjóri Tónlistarskólans fer yfir núverandi starfsár skólans og komandi starfsár.
Skóla- og frístundaráð þakkar Jónínu Ernu skólastjóra Tónlistarskóla Akraness fyrir umfjöllun um skólastarf í skólanum og fagnar kröftugu starfi skólans.
Jónína Erna yfirgefur fundinn.
Guðmunda Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum.

2.Íþróttastefna

2202055

Umræða um mótun íþróttastefnu fyrir ÍA og Akraneskaupstað.
Skóla- og frístundaráð fagnar undirbúningi vinnu við mótun íþróttastefnu í samstarfi við ÍA. Stefnt er að því að hefja þá vinnu formlega á næstu vikum.

3.ÍA-samstarf ÍA og Akraneskaupstaðar

2109145

Framkvæmdastjóri ÍA kynnir reglur bandalagsins um úthlutun styrkja samkvæmt þjónustusamningi milli Akraneskaupstaðar og ÍA.
Skóla- og frístundaráð fagnar því góða samstarfi sem hefur verið milli Akraneskaupstaðar og ÍA sem stuðlar að áframhaldandi farsælu barna- og ungmennastarfi á vegum ÍA.
Guðmundar Ólafsdóttir yfirgefur fundinn.
Sandra M Sigurjónsdóttir tekur sæti á fundinum.

Hjálmur Dór Hjálmsson tekur sæti á fundinum.

4.Menntastefna- endurnýjun

2002069

Tillaga að menntastefnu Akraneskaupstaðar lögð fram til samþykktar.
Hjálmur Dór Hjálmsson, fyrir hönd KPMG, kynnir tillöguna ásamt sviðsstjóra og verkefnastjóra.
Skóla- og frístundaráð þakkar Hjálmi fyrir kynninguna. Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu að menntastefnu Akraneskaupstaðar. Ráðið fagnar þessum stóra áfanga og þakkar þeim fjölmörgu sem komu að mótun menntastefnunnar.
Hjálmur Dór yfirgefur fundinn.
Þórður yfirgefur fundinn.
Sigríður Snæbjörnsdóttir og Pétur Sævarsson dagforeldrar taka sæti á fundinum.

5.Dagforeldrar 2022 - 2023

2204005

Umræður um niðurgreiðslur til foreldra sem eiga börn sem eru í vistun hjá dagforeldrum.
Sigríður og Pétur yfirgefa fundinn.

6.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2203061

Beiðni um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Málinu vísað til næta fundar.



Fundargerð samþykkt rafrænt BD, RBS, SMS, DH, VJ.

Fundi slitið - kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00