Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

187. fundur 22. mars 2022 kl. 15:30 - 16:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Þórður Guðjónsson varamaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Íris Guðrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
 • Guðrún Sigvaldadóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
 • Jónas Kári Eiríksson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
Starfsmenn
 • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði
Dagskrá
Þórður Guðjónsson var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað / Teams.
Ingunn Sveinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á Garðaseli sat einnig fundinn.

1.Innritun í leikskóla 2022

2112080


Í lok mars fer fram innritun í leikskóla á Akranesi fyrir starfsárið 2022 - 2023.
Undanfarin fjögur ár hefur skóla-og frístundaráð lagt mikla áherslu á að bæta aðstæður barna og fjölskyldna þeirra með tilliti til daggæslumála. Ráðist hefur verið í byggingu nýs glæsilegs sex deilda leikskóla við Asparskóga sem verður tekinn í notkun í haust þegar leikskólinn Garðasel flytur starfsemi sína. Með innkomu nýs leikskóla skapast tækifæri til þess að stórbæta vinnuaðstæður bæði barna og starfsmanna á leikskólum bæjarins. Nú í haust býðst börnum fæddum út júlímánuð 2021 leikskólapláss. Yngstu börnin sem byrja á leikskólum Akraneskausptaðar í haust verða 13 mánaða. Ef frekari tafir verða á byggingu leikskólans við Asparskóga er búið að tryggja leikskólastarfinu annað hentugt húsnæði þar til leikskólinn verður tekinn í notkun.
Fundargerð samþykkt með rafrænum hætti:
BD, RBS, ÞG, DH

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00