Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

179. fundur 07. desember 2021 kl. 16:00 - 18:15 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Guðrún Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Heiðrún Janusardóttir áheyrnarfulltrúi
 • Flosi Einarsson varaáheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Ívar Orri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
 • Helgi Rafn Bergþórsson áheyrnarfulltrúi ungmenna
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Einelti og samskipti

2112015

Kynning og umræða um verklag og viðbrögð við samskiptavanda og einelti í skóla- og frístundastarfi á Akranesi.
Fulltrúar skóla og frístundarstarfs kynna áætlanir og vinnubrögð.
Eftirfarandi áheyrnarfulltrúar sátu fundinn undir lið 1 og 2.
Eftirtaldir voru á TEAMS:
Fulltrúi foreldra Grundaskóla, Guðrún Gísladóttir, fulltrúi kennara Hrafnhildur Jónsdóttir, Helgi Rafn Bergþórsson áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.
Eftirfarandi áheyrnarfulltrúar sátu fundinn í sal, fulltrúi foreldra Brekkubæjarskóla Gíslína Erna Valtínusdóttir og kennara, Guðrún Hjörleifsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi Þorpsins Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri Þorpsins félagsmiðstöðvar, Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Flosi Einarsson aðstoðarskólastjóri Grundaskóla.
Undir fyrsta lið sátu einnig fundinn auk áheyrnarfulltrúa þau Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA og Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri í Þorpinu sem kom inn á fundinn kl. 16:20.

Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á að samskitpi í samfélagi okkar séu uppbyggileg og unnið sé með áhrifaríkum hætti að forvörnum gegn einelti.
Til þess að fara yfir stöðuna var farið yfir eftirfarandi þætti:
Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla fór yfir eineltisáætlun grunnskólanna og tilurð hennar en sambærileg áætlun er í báðum skólum og frístundamiðstöð.
Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA fór yfir stöðu mála hjá íþróttahreyfingunni við vinnu við nýja áætlun um samskipti og viðbrögð við einelti.
Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri á skrifstofu skóla- og frístundasviðs fór yfir verkfæri og vinnubrögð sem skólarnir hafa yfir að ráða til að fyrirbyggja erfið samskipti og einelti og stuðla að sterkari félagsfærni barna og ungmenna.
Almenn umræða um styrkleika, áskoranir og möguleika og hvað höfum við lært.


Skóla- og frístundaráð samþykkir að forgangsraða fjármagni í þróunarsjóði næsta árs til að stofna starfshóp með fulltrúum þvert á samfélagið sem hefur það hlutverk að rýna í styrkleika og tækifæri til umbóta innan skóla- og frístundastarfs varðandi samskipti og einelti. Endurskoða verklag og verkferla og nýta til þess færustu sérfræðinga í málefninu. Markmið með verkefninu er að allar stofnanir okkar búi áfram yfir öflugum viðbragðsáætlunum og verkfærum til þess að styrkja félagsfærni barna og ungmenna og tryggt sé að þverfaglegt samstarf sé innan samfélagsins til þess að ná þessum árangri.

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að útbúa drög að erindisbréfi starfshóps sem hefur það verkefni að forma tillögur til ráðsins um fyrirkomulag verkefnisins og úthlutun fjármagns sjóðsins.

Gert er ráð fyrir fjármagni vegna funda starfshópsins á deild 21030 og því unnt að nýta fjármagnið þróunarsjóðins til verkefnavinnunnar sjálfrar samkvæmt ákvörðun ráðsins.

Áheyrnarfulltrúarnir Heiðrún, Ívar og Guðmunda yfirgefa fundinn.

2.Skóladagatal grunnskólanna

2112030

Í ljósi þess að stórir hópar barna og ungmenna hafa farið í sóttkví á síðustu vikum vegna nýrra Covid smita, samþykkir skóla- og frístundaráð að veita grunnskólunum heimild til að breyta samþykktu skóladagatali og færa áætlaðan skertan skóladag þann 20. desember fram í vikuna 13.-17. desember, þannig að eftir fullan skóladag bætist við skertur skóladagur með jólaskemmtun. Fyrirkomulag jólaskemmtana munu fara fram með mestu varkárni varðandi smithættu.
Markmiðið með ákvörðuninni er að draga úr líkum á því að smit komi upp í skólasamfélaginu með þeim afleiðingum að börn og ungmenni og fjölskyldur þeirra þurfi að fara í stórum hópum í sóttkví um jólin.

Aðrir áheyrnarfulltrúar yfirgefa fundinn.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00