Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

146. fundur 04. nóvember 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir- frístundaþjónusta

1908252

Sameiginlegt mál skóla- og frístundaráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.
Mat á stöðunni hjá Akraneskaupstað og hvernig er hægt að fullnægja kröfum sem koma fram í lögunum.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráðs, Einar Brandsson varaformaður velferðar- og mannréttindaráðs, Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður velferðar- og mannréttindaráðs, Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs, Sveinborg Lára Kristjánsdóttir félagsmálastjóri og Berglind Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi komu inn á fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar góða kynningu og óskar eftir því að starfshópur vinni málið áfram í samræmi við umræðu.

Kristinn Hallur, Einar, Anna Þóra, Svala, Sveinborg og Berglind víkja af fundi.

2.Rekstrarkostnaður á nemenda í leik- og grunnskólum 2019

2010254

Lögð fram samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á upplýsingum úr ársreikningum sveitarfélaga annars vegar og svo frá Hagstofu Íslands hins vegar.

3.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Þorgeir H. Jónsson fjármálastjóri og Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri á fjármálasviði komu inn á fundinn undir þessum lið.

Forsendur fjárhagsáætlunar 2021 skóla- og frístundasviðs kynnt.

4.Covid-19 staðan á skóla- og frístundasviði

2003147

Mat á stöðu á stofnunum skóla- og frístundasviðs
Skóla- og frístundaráð þakkar góða samantekt.

Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, VJ, FES)

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00