Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

122. fundur 21. janúar 2020 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
 • Karen Lind Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
 • Sigrún Vigdís Gylfadóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólakennara
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun leikskóla 2019-2020

1909234

Leikskólastjórar leggja árlega fram til kynningar í skóla- og frístundaráði ársskýrslur leikskóla.
Ingunn Ríkharðsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigrún Vigdís Gylfadóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólakennara og Karen Lind Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar kynningu á starfsáætlun leikskólanna.

2.Sumarleyfi leikskólanna 2020

2001166

Ákvörðun um sumarleyfi leikskólanna sumarið 2020.
Ingunn, Sigrún Vigdís og Karen Lind sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð leggur til að sumarleyfi leikskólanna sumarið 2020 verði fjórar vikur. Óskað er eftir því að leikskólastjórar leggi fram tillögu að lokunartíma eftir framkvæmd skoðanakönnunar meðal foreldra og að höfðu samráði við starfsmenn leikskólans.

3.Innritun í leikskóla 2020

2001153

Innritun í leikskóla fyrir haustið 2020 mun fara fram fyrstu viku í mars.
Ingunn, Sigrún Vigdís og Karen Lind sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir að börn fædd í janúar til og með maí 2019 fái tilboð um leikskóladvöl frá hausti 2020.

Ingunn, Sigrún Vigdís og Karen Lind víkja af fundi.

4.Innanbæjarstrætó - frístundastrætó

2001125

Erinda frá tómstundateymi Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð leggur til við skipulags- og umhverfisráð að við við vinnu við nýtt útboð haustið 2020, á rekstri innanbæjarstrætó á Akranesi verði tekið mið að þörfum barna og ungmenna sem gert er grein fyrir í erindi tómstundateymis bæjarins sem og annarra hagsmunaaðila.

5.Erindi ÍA- fyrirspurn varðandi áheyrnarfulltrúa á fundi Skóla- og frístundaráðs

2001167

Ósk ÍA um að eiga áheyrnarfulltrúa á fundum skóla- og frístundaráðs.
Skóla- og frístundaráð tekur fram að líkt og fram kemur í erindinu sjálfu er mælt fyrir um skipan ráða sveitarfélagsins í sveitarstjórnarlögum og e.a. öðrum lögum sem og í svonefndri bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar (samþykkt nr. 696/2013 um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar). Jafnan er leitast við að afgreiða mál í ráðum þannig að sem bestar upplýsingar liggi fyrir og sjónarmið þeirra sem hagsmuni hafa af úrslausn mála liggi fyrir. Þegar tilefni þykir til eru hagsmunaðilar boðaðir sérstaklega á fund ráðsins. Eðli máls samkvæmt er ekki unnt að tryggja með beinum hætti aðkomu allra slíka hagsmunaaðila að hinum ólíku ráðum sveitarfélagsins með seturétt og málfrelsi og tillögurétt. Löggjafinn hefur stundum í þessu skyni mælt sérstaklega fyrir um stofnun samráðshópa sbr. aldraða og fólks með fötlun til að tryggja aðkomu að stefnumótun og áætlanagerð.

6.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Úthlutun styrkja úr styrktarpotti til íþróttamála. Umsóknarfrestur rann út 16. desember 2019.
Afgreiðsla á úthlutun samþykkt og vísað í bæjarráð.

7.Beiðni um aukningu í sérkennslu

2001163

Beiðni um aukningu á stöðugildi í sérkennslu.
Bára víkur af fundi undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð óskar eftir viðbótarfjármagni við fjárhagsáætlun 2020 vegna aukningar á stöðugildum sérkennslu í Garðaseli. Ósk um viðauka vegna 2020 er rúmlega 2.2 millj. kr. og vísað í bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00