Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

119. fundur 17. desember 2019 kl. 16:30 - 19:00 í Brekkubæjarskóla
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Sigrún Þorbergsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Brekkubæjarskóli -breytingar/endurbætur á annari hæð

1812201

Undanfarið hafa staðið yfir miklar breytingar á vinnu- og mataraðstöðu starfsmanna og stjórnendarými Brekkubæjarskóla. Skólastjóri sýnir fulltrúum í skóla- og frístundaráði nýju aðstöðuna.
Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda Brekkubæjarskóla, Hjördís Dögg Grímarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Grundaskóla, Sigrún Þorbergsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla og Erla Ösp Lárusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í Brekkubæjarskóla.

2.Starfsáætlun grunnskólanna 2019 - 2020

1910130

Skólastjóri Brekkubæjarskóla kynnir starfsáætlun Brekkubæjarskóla fyrir starfsárið 2019 - 2020.
Arnbjörg, Hjördís Dögg, Sigrún og Erla Ösp sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Arnbjörgu skólastjóra Brekkubæjarskóla fyrir kynninguna.

3.Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk liggja fyrir 2019

1911193

Kynning á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa í Brekkubæjarskóla haust 2019. Einnig er kynntar niðurstöður lesferilsathugunar innan skólans.
Arnbjörg, Hjördís Dögg, Sigrún og Erla Ösp sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Arnbjörgu skólastjóra fyrir kynningu á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og framkvæmd lesferilsathugana í Brekkubæjarskóla.

4.PISA - niðurstöður

1912196

Kynntar niðurstöður nýrrar PISA- könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).
Arnbjörg, Hjördís Dögg, Sigrún og Erla Ösp sitja áfram undir þessum lið.

5.Knattpyrnufélagið Kári

1905142

Erindi frá Knattspyrnufélaginu Kára vegna áður úthlutaðs styrks.
Friðbjörg vék af fundi kl. 17:50

Skóla- og frístundaráð telur sig ekki hafa möguleika á að breyta forsendum úthlutunar eftir á og telur sig þurfa að gæta jafnræðis meðal umsækjenda.
Skóla- og frístundaráð óskar Kára velfarnaðar í störfum sínu.

6.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1912197

Ósk um skólavist utan lögheimilis.
Skóla- og frístundaráð telur að verklagsreglur um leikskóla á Akranesi veiti því miður ekki svigrúm til að verða við beiðninni.

7.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2020

1912034

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs kynnir tillögu að starfsáætlun sviðsins fyrir árið 2020.
Tillaga um starfsáætlun lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00