Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

118. fundur 03. desember 2019 kl. 16:00 - 18:00 í Grundaskóla
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
 • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Sigrún Þorbergsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Heiðrún Janusardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Starfsáætlun grunnskólanna 2019 - 2020

1910130

Skólastjóri Grundaskóla kynnir starfsáætlun Grundaskóla starfsárið 2019 - 2020.
Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda Grundaskóla og Sigrún Þorbergsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara í Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráðs þakkar Sigurði Arnari skólastjóra Grundaskóla fyrir kynninguna.

2.Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk liggja fyrir 2019

1911193

Kynning á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa í Grundaskóla 2019.
Sigurður og Sigrún sitja áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar Sigurði Arnari fyrir kynningu á niðurstöðum samræmdra prófa og framkvæmd lesferils í Grundaskóla.

3.Samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis- endurskoðun reglna um ráðstöfun fjármuna í grunnskólum

1911180

Kynning á fyrirhuguðu samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins og fimm sveitarfélaga.
Sigurður og Sigrún sitja áfram undir þessum lið.

4.Þorpið- framtíðarsýn

1911114

Forstöðumaður Þorpsins fer yfir þróunina í starfsemi frístundamiðstöðvar og starfsmannamál.
Heiðrún Janusarsdóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála kemur inn á fundinn.

Valgerður Janusdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu fyrir kynningu á starfi Þorpsins og stöðunni í starfsmannamálum.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir útfærðri tillögu frá forstöðumanni varðandi breytingar á skipuriti fyrir lok janúar 2020.

5.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar

1906161

Jafnréttis og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar og umsagnar.
Jafnréttisstofa hefur móttekið og yfirfarið jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar og metur það svo að þær uppfylli kröfur laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Skóla- og frístundaráð lýsir ánægju sinni með Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar. Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að áætlanirnar séu hafðar að leiðarljósi í allri vinnu hjá Akraneskaupstað.

6.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs haust 2019.

1908194

Seinni úthlutun úr þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2019.
Skóla- og frístundaráð samþykkir úthlutun.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00