Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

116. fundur 05. nóvember 2019 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Tónlistarskóli- Þjóðlagasveitin

1910172

Erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Akraness.
Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Akraness situr fundinn undir þessum lið.
Í dag greiðir Tónlistarskólinn andvirði 35% stöðu til Þjóðlagasveitarinnar án þess að meðlimir sveitarinnar tilheyri skólanum og greiða því ekki skólagjöld.
Skóla- og frístundaráð vill veg Þjóðlagasveitarinnar sem mestan en telur að núverandi fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar.
Skóla- og frístundaráð vísar því til skólastjóra og sviðsstjóra að vinna að nýju fyrirkomulagi og kynni það fyrir ráðinu.

2.Tónlistarskóli- samningur við Borgarbyggð

1910178

Erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla Akraness vegna munnlegs samnings við Borgarbyggð.
Jónína Erna situr áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir erindi skólastjóra Tónlistarskólans.

3.Starfshópur um byggingu leikskóla

1908317

Kynning á stöðu undirbúnings fyrir byggingu nýs leikskóla.

Skóla- og frístundaráð þakkar Karli Jóhanni Haagensen fyrir kynningu á framvindu i undirbúningi byggingu nýs leikskóla.

4.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1910193

TRÚNAÐARMÁL
Afgreitt og vísað til bæjarráðs.

5.Námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1910192

TRÚNAÐARMÁL
Afgreitt og vísað til bæjarráðs.

6.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur.

1910208

Erindi frá Björgunarfélagi Akraness.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

7.Skátafélag Akraness - þjónustusamningur

1901197

Erindi frá Skátafélagi Akraness
Skóla- og frístundaráð þakkar erindið og vísar því til sviðsstjóra til frekari úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00