Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

111. fundur 20. ágúst 2019 kl. 16:00 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Innritun í leikskóla 2019

1901191

Innritun í leikskóla haustið 2019.
Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir greinagóðar upplýsingar.

2.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum

1703194

Lögð fram til kynningar lokadrög af skýrslu starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa drögum að skýrslu í umsagnarferli á milli funda í skipulags- og umhverfisráð, velferðarráð, öldungarráð og ungmennaráð.

3.Þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs- haust 2019

1908194

Seinni úthlutun þróunarsjóðs skóla- og frístundasviðs.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að þróunarsjóður verði auglýstur með áherslu á bætta líðan barna.

4.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar

1906161

Jafnréttisáætlun - endurskoðun
Skóla- og frístundaráð lýsir ánægju sinni með drög að Jafnréttisáætlun og óskar eftir því að þegar framkvæmdaáætlun liggur fyrir fái ráðið hana aftur til umsagnar ásamt framkvæmdaáætlun.

5.Íbúaþing um skólamál

1811110

Kynning á stöðu undirbúnings íbúaþings um skólamál.
Skóla- og frístundaráð þakkar verkefnastjóra, Friðbjörgu Eyrúnu fyrir upplýsingarnar. Íbúaþing um skólamál verður haldið 2. október 2019 frá kl. 17:00-21:00 og frekari upplýsingar verða veittar á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00