Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

109. fundur 02. júlí 2019 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Þjónustuþörf grunnskólanna / Brekkubæjarskóli 2019-2020

1906217

Beiðni um aukna þjónustuþörf í grunnskóla skólárið 2019-2020.
Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Brekkubæjarskóla og Dagný Hauksdóttir deildarstjóri stoðþjónustu Brekkubæjarskóla sitja fundinn undir þessum lið.

Erindinu vísað í bæjarráð.

2.Tónlistarskólinn - beiðni vegna fjárhagsáætlunar 2020

1905317

Beiðni frá Tónlistarskóla Akraness fyrir skólaárið 2019-2020.
Jónína Erna Arnadóttir skólastjóri tónlistarskólans situr fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020 og óskar einnig eftir því að skipulags- og umhverfissvið komi með tillögu að útfærslu og meti kostnað á breytingum í Tónbergi.

3.Leikskólalóðir

1905353

Umhverfisstjóri Sindri Birgisson segir frá stöðu leikskólalóða Akraneskaupstaðar.
Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Sigrún Vigdís Gylfadóttir varaáheyrnarfulltrúi leikskólakennara og Sindri Birgisson umhverfisstjóri sitja fundinn undir þessum lið.4.Íbúaþing um skólamál

1811110

Kynning á stöðu mála.

5.Pólski skólinn - styrkbeiðni

1906037

Styrkbeiðni frá Pólska skólanum á Íslandi.
Skóla- og frístundaráð þakkar erindið og óskar Pólska skólanum áframhaldandi velgegni en því miður getur skóla- og frístundaráð ekki orðið við erindinu.

6.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1904196

Kynning á yfirliti yfir fjárhagsáætlun og viðbótarútgjöld á árinu 2019.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00