Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

108. fundur 18. júní 2019 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Bára Daðadóttir formaður
 • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
 • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Tillaga ungmennaráðs um samráðshóp

1811221

Samráðshópur um hlutverk ungmennaráðs hefur lokið störfum og skilar af sér tillögu að erindisbréfi.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála situr undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar samráðshópi fyrir störf að mótun framtíðarstefnu um vettvang fyrir ungt fólk á Akranesi. Ráðið samþykkir erindisbréf sem lagt er fyrir fundinn og vísar málinu til bæjarráðs.

2.Forvarnarmál Akraneskaupstaðar

1906107

Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála fer yfir forvarnarmál Akraneskaupstaðar.
Skóla- og frístundaráð þakkar Heiðrúnu fyrir greinagóða yfirferð á forvarnarmálum Akraneskaupstaðar.
Ráðið leggur til að fundur ráðsins í september verði helgaður forvörnum og á hann verði boðaðir þeir aðilar vinna að forvörnum og sem hafa hagsmuna að gæta.

3.Samstarf um afþreyingu í vetrarfríum

1905384

Afþreying fyrir börn og foreldra í vetrarfríi.
Heiðrún situr áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir upplýsingarnar frá tómstundateyminu og óskar eftir að fá frekari upplýsingar um framvindu verkefnisins á fyrsta fundi í september.

4.Vinnuskóli

1906109

Umræða um þróun vinnuskólans.
Heiðrún situr áfram og Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi stjórnenda í Grundaskóla og Sindri Birgisson umhverfisstjóri koma inn á fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð leggur til að sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið og sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs leggi drög að undirbúningi að framtíð vinnuskólans.

Heiðrún og Sigurður Arnar víkja af fundi.

5.Leikskólalóðir

1905353

Umhverfisstjóri Sindri Birgisson segir frá stöðu leikvalla Akraneskaupstaðar.
Sindri situr áfram og Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Sindra fyrir kynninguna. Ráðið vísar málinu til skipulags- og umhverfissviðs og leggur til að útfærsla á lausn, sem rúmast innan fjárhagsáætlunar, verði gerð í samvinnu við leikskólastjóra.
Óskað eftir að tillaga að lausn liggi fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs 2. júlí.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00