Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

107. fundur 04. júní 2019 kl. 14:00 - 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Sumarstarf Þorpsins 2019

1905391

Kynning á sumarstarfi Þorpsins árið 2019.
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála kom og kynnti sumarstarfið í Þorpinu.

Skóla- og frístundaráð þakkar gott yfirlit á sumarstarfi Þorpsins og óskar eftir að verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála greini áhrif vegna laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

2.Starfshópur um framtíðarþörf á leikskólaplássum á Akranesi

1808057

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíðarþörf á leikskólaplássi á Akranesi.
Björg Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Heiða B. Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna í leikskóla og Sylvía Hera Skúladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra barna í leikskóla.

Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri og Vilborg Valgeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri kynna lokaskýrslu fyrir hönd starfshópsins.

Leikskólastarf á Akranesi er til fyrirmyndar í margvíslegum skilningi og það er vilji fulltrúa í skóla- og frístundaráði að svo verði áfram. Starfshópurinn fékk viðamikið verkefni og nauman tíma til athafna og eru starfshópnum færðar þakkir fyrir þeirra vinnu og framlag til umbóta í leikskólastarfi á Akranesi.

Skóla- og frístundaráð leggur til, í ljósi niðurstaðna starfshóps, að byggður verði nýr leikskóli sem byggir á þarfagreiningu með hagsmunaaðilum.
Ráðið leggur einnig til að leiðir verði skoðaðar til að bæta starfsaðstæður barna og starfsfólks í eldri byggingum leikskólanna. Sviðstjóra skóla- og frístundasviðs er falið að koma með útfærðar tillögur í þessu efni sem innlegg í fjárhagsáætlanagerð ársins 2020.
Með því að ráðast í byggingu á nýjum leikskóla næst að mæta ákalli eftir meiri þjónustu leikskólastigsins, íbúaþróun og nýjum hugmyndum um gæði húsnæðis. Þessi hugmynd gerir ráð fyrir því að leikskólinn Garðasel flytjist í nýtt húsnæði sem skapar hagræði í stjórnun og rekstri og mætir að einhverju leiti húsnæðisþörf Grundaskóla.

Skóla- og frístundaráð felur sviðstjóra skóla- og frístundasviðs að leggja mat á áætlaða þörf fyrir leikskólapláss næstu fimm árin byggt á þeim upplýsingum sem koma fram í skýrslu starfshópsins. Jafnframt er sviðstjóra falið að afla upplýsinga um búsetu dreifingu barna á leikskólaaldri og spá fyrir um þróun hennar. Umbeðin gögn fylgi tillögu skóla- og frístundaráðs um byggingu nýs leikskóla inn í bæjarráð.

Skóla- og frístundaráð þakkar starfshópi fyrir góð störf og kynningu á niðurstöðum.

3.Þjónustuþörf leikskóla skólaárið 2019-2020

1905259

Þjónustuþörf leikskólanna fyrir komandi skólaár 2019-2020.
Björg, Heiða og Sylvía sitja áfram undir þessum lið.

Skóla og frístundaráð óskar eftir viðbótarfjármagni við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna aukningar á stöðugildum sérkennslu í leikskólum Akraneskaupstaðar. Ósk um viðauka vegna 2019 er 17,7 millj. kr.

4.Styrkir - íþrótta- og tómstundafélög

1905141

Úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundafélaga 2019.
Umsóknir bárust frá 18 aðilum vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga 3 - 18 ára.
Styrktímabil er frá 1. janúar - 31. desember 2018.
Styrkjum er úthlutað samkvæmt viðmiðunarreglum.
Iðkendatölur byggja á skráningu í Nóra kerfinu.
Skóla- og frístundaráð lýsir ánægju með fjölda umsókna og fjölgun iðkenda. Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu um úthlutun og vísar til staðfestingar í bæjarráð.

5.FVA og Akraneskaupstaður- aukið samstarf

1905401

Umræða um FVA og Akraneskaupstaður- aukið samstarf.
Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að móta tillögu um aukið samstarf grunnskólanna og FVA.

Fundi slitið - kl. 16:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00